Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 49
FRÓÐLEGAR JÖKULRÁKIR
155
1. mynd. JökulrékuS blágrýtisklöpp hjá Hyítárvöllum í Borgarfirði. Skriðstefna frá
hægri til vinstri. — Striaíed basalt in BorgarfjörSur. — Ljósm. Guðm. Kj.
huldar lausum jarðlögum, eru því nær alls staðar myndaðar undir og
í lok síðasta jökulskeiðsins og sýna skriðstefnu íssins eins og hún var
síðast áður en hann leysti í hverjum stað. Stefnan breyttist viða, er
jökullinn þynntist og straumar hans urðu að laga sig æ meir eftir
mishæðum undirlagsins. Og eftir stefnubreytinguna hefur hinn nýi
isstraumur að meira eða minna leyti máð burt hið eldra kerfi jökul-
ráka og rist annað skáhallt eða þvert við stefnu þess. Eldra kerfið finnst
aðeins á þeirri hlið klappahæðanna (hvalbakanna), sem var í vari
fyrir síðari ísstraumnum, en hið yngra er skýrt á slithliðinni. Enn
fremur er leifar eldra kerfisins aðeins þar að finna, sem siðari is-
straumurinn hefur mætt á skamma stund og auk þess verið tekinn
að þynnast. Fylgi maður stefnu yngi'a kerfisins upp eftir, gætir rispna
hins eldra æ minna og yngri rákirnar verða einráðar. Ég hef áður
lýst glöggum dæmum um þetta á svæðum með tveimur rákakerfum
í Árnessýslu1) og skal ekki lengja þetta mál með því að rifja það upp,
en svipuð dæmi verða hér síðar tilgreind.
1) Stadier i isens tilbagerykning fra det sydvestislandske lavland. Medd. fra
Dansk geol. forening, bd. 9, h. 3, Kbh. 1940 — enn fremur Árnesinga saga I.
Rvik 1943 bls. 138—158.