Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 51
FRÓÐLEGAR JÖKULRÁKIR 157 Eftirtektarverð er þó rákastefnan, sem þar er sýnd, frá austri til vesturs yfir Garðskagatá og í svipaða stefnu nokkru sunnar á vestur- strönd skagans. Um þær athuganir segir í dagbók minni 5. júli 1945, en þann dag gekk ég strandlengis frá Keflavík út á Garðskaga og suður fyrir Hvalnes og leitaði að jökulrispum: „Jökulrispur fundust aðeins á tveimur stöðum, í malargryfju hjá Gufuskálum og undir rofbakka sunnan við Fuglavík. Hjá Gufuskál- um eru þær smágervar, en skarpar og alveg einhlítar, stefna af Hamrahlíð í Mosfellssveit. En hjá Fuglavík eru aðeins sljó gróp, stefna af Stórahrút. Klappir standa annars víða upp úr jarðvegi á allri dag- leið minni og eru yfirleitt sléttar og eindregið hvalbakaðar frá austri til vesturs og stráðar stórum grettistökum. Er vart að efa, að jökull hefur gengið yfir allt Rosmhvalanes frá austri til vesturs, en rispur hans hafa gersamlega máðst burt (af sandfoki og sjávargangi) nema þar, sem berggrunnurinn hefur lengst af verið hulinn lausum jarð- lögum“. Þessi skoðun mín er enn óbreytt. Rákakerfið hjá Gufuskálum hlýt- ur að vera eftir skriðjökul, sem gengið hefur út Faxaflóa og náð a. m. k. alveg út í núverandi mynni hans að sunnanverðu. Þetta staðfestir einnig athugun mín (15. ágúst 1951) í Keflavíkur- bergi, næst kaupstaðnum. Þar er neðst í bergstálinu jökulruðningur (leir með rispuðum steinvölum) með skeljabrotum, og auk þeirra lykur hann um stórt flikki úr smágeru völubergi, sem morar af sjóskeljum. Langmest er þar af rataskel (Saxicava arctica). Yfir ruðningnum liggja aðeins laus jarðlög, og sjálfur er hann lítt harðnaður. Jökull- inn, sem hlóð þessum ruðningi undir sig, hlýtur að hafa skafið hann upp af sjávarbotni, þ. e. komið austan að, út Faxaflóa, en ekki ofan af Reykjanesslcaga. Jökulminjar, sem hér var lýst, bæði ruðningurinn í Keflavik og rispurnar hjá Gufuskálum, geta vel verið jafnaldra, en eru bersýni- lega eldri en rispumar, sem kortið sýnir á Vogastapa og stefna sunnan frá ísaskilum skagans, því að meðan Faxaflóajökullinn gekk vestur yfir Garðskaga, hlýtur hann að hafa gengið yfir Vogastapa og væntan- lega rákað hann frá austri til vesturs. En þegar sá mikli skriðjökull tók að þynnast og styttast, snerist stefna jökulsins á norðanverðum Reykjanesskaga meir til Faxaflóa, og sennilega hafa þá fyrst myndazt ísaskil eftir skaganum utanverðum. Isstraumurinn, sem þaðan seig norður í flóa, hefur nú gersamlega þurrkað út rákir Faxaflóajökuls- ins á Vogastapa og rist sínar í staðinn. En hann hefur væntanlega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.