Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 52
158
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Jökulrákað þursaberg hjá Gröf í Hrunamannahreppi. Skriðstefna frá
hægri til vinstri. — Striated breccia in Hreppar. — Ljósm. Guðm. Kj.
aldrei náð út á Rosmhvalanes. Þar mun hafa verið jökullaust, siðan
Faxaflóajökullinn hörfaði þaðan.
Snjófyrningar á fjalllendinu kringum Hvalfjörð, með Esju, Botns-
súlum, Skarðsheiði og fleiri háum fjöllum, hafa eflaust lagt til mikið
efni í Faxaflóajökulinn, en hann átti sér líka upptök austan þessara
fjalla. Það sýna austrænar rákir nálægt vatnaskilum á Mosfellsheiði,
á Uxahryggjum og í Brunnum. Slikar rákir, mjög sterkar og skýrar,
finnast einnig hæst á fjallinu Veggjum (585 m y. s.) norðan við
Hvalvatn (378 m y. s.) og sanna þar með, að austanjökullinn var
meira en 200 m þykkur yfir Hvalvatni. Aftur á móti sjást engin
merki þess, að jökullinn hafi gengið yfir Hvalfell (848 m y. s.), og
ættu rákir þó að geymast vel á grágrýtiskolli þess. Af því má marka,
að jökullinn yfir Hvalvatni hafi ekki náð 530 m þykkt. Ég hef einnig
leitað allrækilega að jökulrákum á Kvígindisfelli (386 m y. s.) til að
ákveða þykkt austanjökulsins nákvæmlegar, en engar fundið einhlítar.
Fjallið er raunar móbergsfjall, svo að hæpið er, að rákir hafi geymzt
á því til þessa dags, þó að jökullinn hafi gengið yfir það, og þykir mér
líklegt, að það hafi verið á kafi í jökli. (