Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 58
164
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
5. mynd. Rákastefna á Melrakkasléttu. — The direction of striæ on Melrakkaslétta.
y. s., þar sem hæst er. Með því er sýnt, að snælína hefur legið lægra
en 100 m y. s., þegar jökla lagði síðast yfir Melrakkasléttu.
Þess verður að geta, að á korti Þorvalds Thoroddsens er sýnd stefna
jökulráka, h. u. b. úr SSA nálægt Raufarhöfn. Það er nær þvert við
þeirri stefnu, sem ég athugaði. Ekki get ég fullyrt, að þarna sé skekkja
á korti Þorvalds. Hann kynni að hafa hitt á eitthvert rákakerfi, sem
mér hafi sézt yfir, en þá er furðulegt, að hann skyldi ekki einnig marka
á kortið þá stefnu, sem ég athugaði, því að á henni ber ekki svo lítið.
FjarSarheitSi.
Fjarðarheiði er heldur grunnur slakki í fjallgarðinum mikla, er
skilur Fljótsdalshérað og Austfirði. Hún er um 600 m há og um hana
liggur þjóðvegur milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Hjá Egilsstöðum á
Héraði eru einkar fallega jökulrákaðar klappir, og stefna rákanna er
út dalinn, samsíða Lagarfljóti. í hlíðinni þar fyrir ofan við veginn
upp á Fjarðarheiði má einnig hér og þar finna jökulrákir með þeirri
sömu stefnu, og enn má finna þetta kerfi með svipaðri stefnu uppi