Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 62
168
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
6. mynd. Rákastefna í Fljótshllð. — The direction of striœ in FljótshlíS.
hlíðarkortið (6. mynd), voru ristar, en þær, sem áður voru ristar,
af enn þykkari jökli, eru nú burt máðar, i Fljótshlið eins og viðast
hvar annars staðar.
Rákir eftir Rangárvallajökulinn (norðan Hrauna) hef ég fundið í
mestri hæð 650 m y. s. á Hraunum, en eftir Markarfljótsjökulinn í
nál. 500 m hæð við Þórólfsá og 574 m y. s. á ÞórólfsfeRi. Á tveimur
fyrrnefndu stöðunum stefna rákirnar skáhallt upp á móti hrekku og
hljóta því að vera grafnar, eftir að jöklar tóku að minnka. Á Þórólfs-
felli er stefnan einnig nokkru suðrænni en meginstefna jökulsins í
Markarfljótsdalnum hlýtur að hafa verið, og bendir það til hins
sama. Þar eru rákirnar mjög djúpt skornar og bera vott um, að jökull-
inn hafi mætt sérstaklega fast á fjallskollinum, enda lætur það að
líkum eftir staðháttum. Þegar Markarfljótsjökullinn gekk yfir Þórólfs-
fell, var hann a. m. k. 465 m þykkur yfir núverandi yfirborði Fljóts-')