Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 66
Sigurður Þórarinsson:
Nákuðungslögin við Húnaflóa í Ijósi
nýrra aldursákvarSana
INNGANGUR
Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum jarðfræðinnar er rannsókn á
afstöðubreytingum láðs og lagar á umliðnum timum. í löndum þeim,
er liggja að sjó og hulin voru jökli á síðustu ísöld, eru sérstaklega
áberandi þær sjávararstöðubreytingar, er orðið hafa síðan jökla síðasta
jökulskeiðsins tók að leysa. Rannsókn á þessum breytingum er eitt af
aðalviðfangsefnum kvarterjarðfræðinnar. Langt er síðan farið var að
veita þessum breytingum eftirtekl. 1 Skandinavíu hefur þetta við-
fangsefni löngum verið mjög á oddi, einkum í Sviþjóð, en þar gætir
landhækkunar mjög. I Ángermanlandi rís landið 1 cm. árlega. Það
mun hafa verið sænski læknirinn og vísindamaðurinn Urban Hiarne,
sem fyrstur vakti eftirtekt vísindamanna á þessu fyrirbæri með rit-
gerð, er birtist árið 1694. Á 18. öldinni var vísindamönnum í Sviþjóð
og víðar mjög tiðrætt og ritað um þetta fyrirbæri, og voru einkum
tvær skoðanir uppi. önnur var hin s. k. vatnsþverrunarkenning
(,,vattuminskningsteorien“), en samkvæmt henni minnkaði vatns-
magn úthafanna stöðugt vegna uppgufunar. Hin var landhækkunar-
kenningin („teorien om svenska vallens höjning“), sem taldi, að
landið væri raunverulega að rísa. Á 19. öldinni átti fyrrnefnda
kenningin fleiri formælendur, þ. á. m. slíka menn sem Carl von
Linné og Anders Celsíus, en Celsíus gerði víðtækar mælingar á
sjávarstöðubreytingum við strendur Svíþjóðar. Til andmæla risu
einkum fræðimenn í löndum, þar sem landhækkunar gætti lítið
sem ekkert, og var m. a. bent á það, að Salthólmurinn í Eyrarsundi
hefði verið til um 1200 svipaðrar stærðar og nú, en það kæmi ekki
heim við það, að hafið hefði þá staðið hærra við austurströnd Sví-
þjóðar, því að hafshækkun hlyti að vera hin sama í öllum höfum.
Upp úr aldamótunum 1800 var vatnsþverrunarkenningin kveðin
niður næstum að fullu af mönnum eins og Leopold von Buch og