Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 70
176
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
líklegt, að það sé jafngamalt aðallurkalaginu í mómýrum við Húna-
flóa. 1 síðari ritgerðum sýndi G. G. B. einnig fram á, að líkur væru
fyrir því, að eitthvert landsig hafi átt sér stað, er malarhjallar í 40—50
m hæð mynduðust. Niðurstöður sínar dró G. G. B. saman í linuriti
o
40—50 m hæð, g: nákuðungssigið. — The shore line movement at SIU Húnaflói acc.
to Bárdarson (1927). d: Stagnation at 40—50 m level. g: Purpura subsidence.
því, sem birtist i kenslubók hans i jarðfræði 1927 og flestir les-
endur Nfr. munu hafa séð. Ég tel þó rétt að birta það hér til saman-
burðar við það, sem á eftir fer.
Auk G. G. B. bafa flestir þeir íslenzkir jarðfræðingar, sem starfað
hafa hér á þessari öld, lagt eitthvað af mörkum viðvíkjandi sjávar-
stöðubreytingum eftir ísöld. Vísast hérum til ritgerða eftir Helga
Pjeturss, Jóhannes Áskelsson, Guðmund Kjartansson og Trausta Ein-
arsson. Auk jarðfræðinganna hafa Ólafur Friðriksson o. fl. fjallað
um þetta viðfangsefni. Þessar ritgerðir fjalla nær eingöngu um
Suður- og Suðvesturland, og er hér ekki rúm til að rekja þær, en
að þeim verður vikið nánar í síðari grein, er fjalla á um fjörumóinn
í Seltjörn. Ef undanskilin er ritgerð T. E. í Skírni 1946, eru niður-
stöður þessara ritgerða að mestu í samræmi við skoðanir G. G. B.
Ef við athugum Húnaflóa-línurit G. G. B. er augljóst, að það, sem
einkum vantar í það, er timasetning sjávarstöðubreytinganna. Af
línuritinu að dæma virðist kyrrstaðan í 40—50 m. hæð vera um það
bil frá miðjum „póstglacíal“ tíma, en nákuðungs„sigið“ miklu yngra.
í ritgerð minni, Laxárgljúfur and Laxárhraun (1951) gerði ég
tilraun til að beita öskutímatali mínu til tímasetningar á afstöðu-
breytingum láðs og lagar á Norðurlandi. Ég leiddi þar rök að því,
að sjávarstaðan í 40—50 m hæð væri þúsundum ára eldri en Laxár-
hraunið eldra í Laxárgljúfri, sem ég taldi um 3500 ára, og hélt því