Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 72
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3. mynd. Séð yfir Bæjará suður yfir Bæjarnes. Annar staurinn frá vinstri stendur
á nákuðungskambinum, en öskulögin voru mæld til hægri við rekuna í árbakkanum.
View over Bœjará towards S over the Nucella bar on Bœjarnes. The section was
measured along the line marked by the poles. — Ljósm. S. Þórarinsson 3. VI. 1952.
malarkambinn nokkuð nákvæmlega mælt Á 3. mynd sést, að nákuð-
ungskamburinn liggur í boga suður af Bæjaránni, og hefur mýri mynd-
azt þar fyrir innan. í jarðvegssniðum innan við malarkambinn eru tvö
örþunn ljós öskulög (sbr. 2. mynd). Það efra er öskulag úr Heklu,
sem ég hef kallað H3 og rekja má í jarðvegssniðum norðanlands og
austan, frá Steingrímsfirði suður í Breiðdal. Neðra lagið, H4, hefur
svipaða útbreiðslu. Auðsætt er, að malarkamburinn hefur verið
myndaður að fullu, þ. e. að sjávarhækkunin hefur náð hámarki
áður en neðra ljósa lagið féll, en vart er það mjög löngu áður. Ég
tel mjög líklegt, að það sé a. m. k. 100—200 árum yngra en myndun
hákambsins, en mjög ólíklegt, að aldursmunurinn sé yfir 500 ár. Aldur
H3 hafði ég í Laxárritgerð minni áætlað 2500—3000 ár, en aldur H4
4500—5000 ár, en í síðari ritgerð, skrifaðri eftir að ég hafði athugað
jarðveg á miklu fleiri stöðum, áætlaði ég aldur þess lags um 4000 ár.