Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 73
NÁKUÐUNGSLÖGIN
179
4. mynd. Línurit, er sýnir sjávarstöðubreytingar við suðvestanverðan Húnaflóa.
The shore line movement at SW Húnaflái acc. to Thorarinsson.
Nú hafa bæði þessi öskulög, eða öllu heldur jarðvegurinn hið næsta
undir þeim, í sniðum mældum í Eyjafirði (sbr. 5. mynd), verið aldurs-
ákvörðuð með mælingu á geislavirku kolefni. H3 var aldursákvarðað
í Geochronometric Laboratory við háskólann í Yale, en H4 við Kul-
stof-14 Daterings Laboratoriet í Kaupmannahöfn, eftir að aldurs-
ákvörðun á því í Yale hafði mistekizt vegna atómsprenginga í Kyrra-
hafi.
Samkvæmt þessum aldursákvörðunum er aldur H3 2720 ± 130
ár, en aldur H4 3830 ± 120 ár, og kemur það furðu vel heim við
öskutímatalið. Mér virðist líklegt, að aldur H4 sé nær hærri frá-
vikstölunni en þeirri lægri. Samkvæmt þessu nær nákuðungs sjávar-
hækkunin að öllum líkindum hámarki fyrir 4000—4400 árum, lík-
lega nær hærri tölunni, þ. e. í byrjun subboreala eða síðara hlýþurra
slceiðsins, seint á yngri steinöld Skandinavíu, og litlu síðar en pýra-
mídarnir voru reistir í Egyptalandi. Kemur þetta mætavel heim við
nýjustu niðurstöður skandinavískra fræðimanna um Tapes-sjávar-
hækkunina, og virðist nú ekki lengur efamál, að hér sé um sömu
sjávarhækkun að ræða. En landið virðist ekki hafa verið fullrisið,
þegar þessari sjávarhækkun lauk; það reis enn, þar til er núverandi
sjávarmáli var náð, og þar eð fossílan nákuðung er að finna niður