Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 77
NÁKUÐUNGSLÖGIN
183
sem ungur og efnilegur íslenzkur jarðfræðinemi, Þorleifur Einars-
son, er nú að taka við, þar sem frá var horfið fyrir tuttugu árum
um frjógreiningu íslenzku mýranna. Hann hefur nú þau hjálpar-
gögn, sem ég taldi þá vera nauðsynleg til vænlegs árangurs af frjó-
greiningu hérlendis, aldursákvörðuð öskulög.
Enn er eins að geta. Frá því laust fyrir aldamótin 1900 og fram
a b
6. mynd. a: Nucella lapillus L. b: var. imbricata (From Áskelsson 1935).
undir 1920 vann G. G. B. að skeljarannsóknum við Húnaflóa, eink-
um við Hrútafjörð og ströndina frá Bæ norður til Steingrímsfjarðar
og leitaði alveg sérstaklega að nákuðungi, og fann hann hvergi lif-
andi. Fram til 1918 hafði lifandi nákuðungur hvergi fundizt við
Norðurland. Norðurtakmörk fundarstaða vestanlands voru Aðalvík, á
Suðausturlandi hafði hann fundizt á einum stað (líkl. var. imbricata),
á Búlandsnesi sunnan Berufjarðar, af N. Mohr 1780. Auk þess er
eitt eintak sagt hafa fundizt við Bakkafjörð (Thorson, op. cit. bls.
74), en ekki er finnanda getið, og virðist vafasamt, að treysta megi
þeim fundi.
Árið 1918 fann Díomedes Davíðsson eitt lifandi eintak við Kolbeinsá
nyrzt í Hrútafirði. I ritgerð, er Jóhannes Áskelsson birti 1936, getur
hann þess, að 1929 hafi 18 lifandi eintök af nákuðungi, þar af a. m. k.
eitt af var. imbricata fundizt við Neðra-Nes, sem er utarlega á Skaga
austanverðum (op. cit. bls. 68). Árið 1951 fann svo sonur G. G. B.,
Finnur Guðmundsson, mikið af lifandi nákuðungi í fjörunni niður
af Kolbeinsá, þar sem Díómedes hafði fundið eintakið eina 1918.
Finnur leitaði síðan að nákuðungi í fjörum suður með Hrútafirði og
fann hann allt suður að Bæ, en honum fækkaði mjög eftir því, sem