Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 81
Tómas Tryggvason:
Loðmundarskriður
Þegar LoSmundur inn gamli hvarf úr Loðmundarfirði eftir þriggja
vetra dvöl, til þess að taka staðfestu þar sem öndvegissúlur hans
hafði rekið, „bar hann á skip öll föng sín; en er segl var dregit lagðisk
hann niðr ok bað engan mann vera svá djarfan at nefna sik. En er
hann hafði skamma hríð legit, varð gnýr mikill; þá sá menn, at
skriða mikil hljóp á bæ þann, er Loðmundr hafði búit á“ . . .
„Þá er Loðmundr var gamall, hjó Þrasi í Skógum; hann var ok
fjölkunnigr. Þat var eitt sinn, at Þrasi sá um morgun vatnahlaup
mikit; hann veitti vatnit með fjölkyngi austr fyrir Sólheima“. Fyrir
fjölkynngi Loðmundar, sem bjó á Sólheimum, „tóku vötnin at falla
vestr aptr fyrir Skóga; síðan veitti hvárr þeira vötnin frá sér, þar
til er þeir fundusk við gljúfr nökkur; þá sættusk þeir á þat, at áin
skyldi þar falla, sem skemmst væri til sjóvar. Sú er nú kölluð Jökulsá
ok skilr landsfjórðunga. I þeim vatnagangi varð Sólheimasandr“.
1 Landnámu er þannig lýst skriðuföllum í Loðmundarfirði og jökul-
hlaupum þeim, sem ráku smiðshöggin á Skóga- og Sólheimasand.
Þessar stuttorðu lýsingar bera vott um hvort tveggja, næma eftirtekt
og fjörugt ímyndunarafl. — Með slíkum hætti urðu þessi náttúru-
undur, og skýringanna var leitað þangað, sem nærtækast þótti í þá
daga um óvenjulega atburði, í galdra og fjölkynngi.
Lýsingin á jökulhlaupunum á Sólheimasandi er svo lifandi, að hún
virðist höfð eftir sjónarvottum. ILlaupin breyta um farveg og falla
ýmist til austurs eða vestur á bóginn eftir því, hvernig þau hlaða
undir sig sandinum.
Á hinn bóginn má það teljast með ólíkindum, að Loðmundar-
skriður hafi orðið til eftir að sögur hófust. Sennilegra er, að þær
hafi myndazt í lok ísaldar eða skömmu eftir þau. Forfeðrum okkar
þótti sennilegast, að þær hefðu orðið til við skriðuhlaup. Engu að