Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 83
LOÐMUNDARSKRIÐUR
189
Mynd 1. Horft suður yfir fjörðinn fré Brikum utan og ofan við Stakkahlíð. Lina
er dregin um hólabeltið yfir fjörðinn. St = Stakkahlið, Sæ = Sævarendi.
The boulder assemblage on the lower slopes east of the farm Stakkahlid, and
its termination in the fford valley (contoured).
nánari rannsókn á bergtegundum og öðru, margt mælir með, en sumt
á móti“.
Það, sem hér að ofan er haft eftir Þorvaldi, mun vera það sein-
asta, sem hann reit um Loðmundarskriður. Er auðsætt af orðum
hans, að hann er tekinn að efast um réttmæti fyrri skoðana sinna
um uppruna Loðmundarskriðna og telur frekari rannsóknir nauð-
synlegar til þess að hægt sé að ráða þá gátu.
Ekki vannst honum samt tími til þess að koma aftur í Loðmundar-
fjörð. Næsti jarðfræðingur, sem heimsækir fjörðinn, er Bretinn
Leonard Hawkes. Skrifaði hann um rannsóknir sínar á Loðmundar-
skriðum 1917, og kveður þar nokkuð við annan tón en hjá Þorvaldi.
Telur Hawkes að skriðurnar geti ekki verið gosmyndun, til þess sé
bergið í þeim of fjölbreytilegt, enda tæplega hægt að gera ráð fyrir
jarðeldum á Austfjörðum eftir lok ísaldar. Samt telur hann, að grjótið
í skriðunum og hólunum í firðinum sé sennilega komið úr Skúm-
hetti, að minnsta kosti hefur hann fundið þar allar sömu bergteg-
undirnar og í skriðunum. Þá var eftir að ráða gátuna um flutning