Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 84
190
NÁTTORUFRÆÐINGURINN
Mynd 2. Hruninn blágrýtisgangur í Brikum. Skúmhattardalur í baksýn.
The scattered rest of a basáltic dyke in Lodmundarskridur trending toward.
Skumhattardalur in the background.
bergsins úr Skúmhetti. Hawkes gerir ráð fyrir, að þegar jöklar tóku
að þynnka undir lok ísaldar, hafi bergskriður miklar fallið úr fjöll-
unum umhverfis Skúmhattardal ofan á skriðjökul, og hafi skriðan
síðan borizt með jöklinum og dreifzt um landsvæði það, sem nú er
hulið skriðum. Hólana í fjarðarbotninum telur hann hafa orðið til
þegar borgarísjakar, hlaðnir stórgrýti úr skriðunum, strönduðu i firð-
inum, sem í þann tíð náði lengra inn í landið en nú.
Skýring Hawkes á uppruna Loðmundarskriðna er mjög athyglis-
verð, og hef ég ekki miklu þar við að bæta. Samt langar mig til
þess að leggja hér nokkur orð i belg.
í Loðmundarfirði eru það einkum hinar sérkennilegu stórgrýtis-
urðir Loðmundarskriður og hólabeltið um þveran fjörð (mynd 1),
sem dregur að sér athygli náttúruskoðarans. Það stórfenglega í nátt-
úrunni vekur rnesta eftirtekt, og í stuttri dvöl fer þá hæglega svo,