Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 85
LOÐMUNDARSKRIÐUR
191
Mynd 3. Uppistandandi gangstúfur í Bríkum.
Rest of a dyke siaying erect.
að yfir sjáist sum þau fyrirbæri, sem minna ber á, en eru engu að
síður mikilvæg. Gjörhuglir bændur, sem eru búnir að kynnast heima-
löndum sínum áratugum saman og þekkja þar svo að segja hverja
þúfu, veita oft ýmsu því athygli, sem náttúruskoðaranum sést yfir
við fljóta yfirsýn. Þetta varð orð að sönnu, þegar Stefán Baldvinsson
bóndi í Stakkahlíð sagði mér frá blágrýtisgöngum í skriðunum uppi
i svokölluðum Brikum utan og ofan við bæinn í Stakkahlíð. Brík-
urnar eru háhryggurinn milli Hraundals og fjarðarins, og eru þær
þaktar stórgrýttri urð. Ef urð þessi væri leifar eftir bergskriður, sem
fallið hefði á skriðjökul, mætti að vísu gera ráð fyrir, að þar gæti
verið að finna samhangandi smá búta úr berggöngum, tvist og bast
um skriðuna. Þess vegna varð það mér ærið undrunarefni, þegar
ég varð þess vísari, að gangarnir, þrír að tölu, stefndu allir í sömu
átt, í Skúmhattardal austanverðan, eða því sem næst N25°E, sem er
ríkjandi stefna á göngum í föstu bergi á þessum slóðum. Gangarnir