Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 88
Eysteinn Tryggvason:
Jarðskjálítar á Islandi og nyrzta
hluta Atlantshafsins
Þegar á fyrstu árunum eftir að sæmilegir jarðskjálftamælar komu
til sögunnar, varð það ljóst, að jarðskjálftabelti lá eftir endilöngu
Atlantshafi, norðan frá Svalbarða og suður fyrir miðbaug jarðar. Jarð-
skjálftar á þessu belti eru þó miklu minni og færri, en á belti því, sem
liggur í hring umhverfis Kyrrahafið. Snemma varð lega þessa jarð-
skjálftabeltis þekkt í aðalatriðum, en það fylgir neðansjávarfjallgarði
þeim, sem liggur á botni Atlantshafsins.
Þegar jarðskjálftamælingar hófust í Reykjavík, varð miklum mun
auðveldara að ákvarða upptök jarðskjálfta á nyrzta hluta þessa heltis.
Á síðustu tveimur áratugum hafa viða verið starfræktir miklu ná-
kvæmari jarðskjálftamælar en áður tíðkuðust, svo að upptök jarð-
skjálfta verða nú ákvörðuð með meiri nákvæmni en fyrr, og einnig
er nú hægt að ákvarða upptök minni jarðskjálfta en áður.
Ég hef að undanförnu leitast við að ákvarða upptök sem allra flestra
jarðskjálfta á nyrzta hluta Atlantshafsins, nánar tiltekið á svæði, sem
liggur milli 50. og 80. breiddarbaugs, vestan Bretlandseyja og Noregs,
og austan Grænlands og lengdarbaugs á 40° W. 1. Við athugunina hef
ég einkum stuðzt við ritið International Seismological Summary, en
þar eru gefnar mælingar allra jarðskjálftamælingastöðva á öllum þeim
jarðskjájftum, sem sæmilega hafa mælzt. Einnig eru þar gefin upp-
tök allra þeirra jarðskjálfta, sem ákvörðuð verða með sæmilegri ná-
kvæmni.
Athugunin nær yfir tímabilið 1927—1945 að þeim árum báðum
meðtöldum. Reglulegar jarðskjálftamælingar hófust á vegum Veður-
stofunnar í Reykjavík á árinu 1926, en International Seismological
Summary hefur enn þá ekki verið prentað fyrir árin eftir 1945. Upp-
lýsingar um jarðskjálfta eru því ófullkomnari fyrir árið 1926 og áður,
en ekki til hér í Reykjavík í aðgengilegu formi frá tímabilinu eftir
1945.