Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 94
200
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sýnir, að jökullinn hefur þynnzt um fulla 20 m við núverandi jökul-
hom.
3. Undan Skriðufelli, milli jökla, 100—150 m frá landi og miðað
við þekkt kennileiti. Neðst í Kleifinni i Skriðufelli hefur fallið fram
stykki og myndað eyju í vatninu, um 80 m frá landi. Er dýpið 10
m innan við eyna en 31 m rétt fyrir utan. Innrijökull hefur áður
náð 400 m lengra vestur með vatninu, undir Skriðufelli. Undan
miðju jökulstáli og 100 m frá var dýpi 53,5 m. Hins vegar er Karls-
dráttur grunnur, aðeins 4 m í mynni hans.
4. Snið frá „Dráttarstapa“ (sunnan Karlsdráttar), í stefnu á Lamba-
fell, til móts við ósa Fúlukvíslar. Um 300 m undan ósnum mældist
35 m dýpi, og er það furðanlega aðdjúpt. Um miðjan Fróðárflóa
var dýpi 29 m, en á vatnamótum (hláa og hvita) undan Fróðárós
var dýpi aðeins tæpur metri.
5. Loks var mælt miðsvæðis á Hvítárvatni, miðja vegu milli Fúlu-
kvíslarósa og Innrijökuls. Reyndist dýpi þar 64 m. Þaðan var enn
tekin stefna á Lambafell og mælt á miðju vatni, milli Fúlukvíslar-
ósa og Skriðufellskleifar, 51,5 m. Loks mældist dýpi sunnan Fúlu-
kvíslarósa, þar sem sæluhús ber í Fremri-Skúta, 33,5 m.
Mælingar þessar eru vitanlega ekki hárnákvæmar, en innbyrðis
er mjög gott samræmi í þeim, eins og sjá má af meðfylgjandi upp-
drætti, þar sem dýptarlínur eru dregnar við 10 metra dýptar-
mun.
Miklar breytingar hafa orðið við Hvítárvatn hina síðustu áratugi.
Fyrrum skriðu jöklar langt á vatnið út og enduðu í háum jökul-
stálum, er hásigldar ísborgir brotnuðu úr með braki og buslugangi.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen kom í Karlsdrátt, árið 1888, lokaði Innri-
jökull því nær fyrir mynnið á víkinni, og voru aðeins fáir faðmar
frá Suðurtanganum að jökli. Árið 1925 áætlaði Siðurður Jónsson frá
Laug fjarlægð þessa 60 m, en 1932 gizkaði ég á 180 m. Nú er eng-
inn jökull gegnt Suðurtanga, heldur klettabrik og sandfjara. Þó eru
enn þá nokkrir jökulhamrar vestur undir Skriðufellshlíðinni, en borgar-
ísinn er horfinn af Hvítárvatni, og er að því sjónarsviptir.