Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 97
LANDGRUNNIÐ
203
vandamáli finna ótviræða lausn, sem ég legg til, að við lögfestum.1)
Ég vil skilgreina íslenzkt landgrunn svo, a<5 þaS takmarkist út á við
af dýpstu jafndýptarlínu, sem draga má hringinn í kringum landiS,
án þess aS hún víki verulega frá útlínum landsins. Dýpt þessarar línu
ákvarðast aðeins á einum stað við landið, en það er á hryggnum milli
Islands og Færeyja. Skilin eru mjög glögg að vestanverðu, i álnum,
sem liggur rétt vestur af Halamiðum, en að suðaustanverðu eru skilin
ógleggri, og þarf nákvæmari mælingar til að skera nákvæmlega úr
um dýpt línunnar. Annars staðar er enginn vafi á, hvar línan skuli
dregin, ef mælingar eru fyrir hendi. Af fengnum þeim upplýsing-
um ber nauðsyn til að ákveða sem nákvæmast legu þeirrar dýptarlínu
kringum landið allt, svo að menn séu ekki lengur í vafa um, hvar
landamæri Islands liggja. Lausleg athugun leiðir í ljós, að þau munu
liggja mjög nærri 400 metra dýptarlínunni, eins og dýptarkortið
undan Suðvesturlandi sýnir (sjá mynd). Lesandinn getur glögglega
séð, að hér liggur 400 metra línan þvert yfir neðansjávarhrygginn, en
hins vegar beygir 500 metra línan út með hryggnum í áttina til
Færeyja.
Skilgreining þessarar línu hefur einn meginkost fram yfir aðrar.
Hann er sá, að nú á tímum, þegar dýptarmælar eru komnir í hvert
skip, verða engin vandkvæði fyrir skipstjóra að vita, hvenær þeir
komast á íslenzkt sjávarsvæði, er þeir nálgast Island. Dýptarmælir-
inn einn getur úr því skorið, og er þvi engum vorkunn að vita, hvort
hann er staddur á íslenzku sjávarsvæði eða ei.
SUMMARY
On the boundaries of the Icelandic continental terrace
by HERMANN EINARSSON
Iceland is surrounded by a continental terrace. This terrace has rather uniform
depths, but is indented with submarine valleys that are ordinarily extensions of
existing fjord or river systems. This terrace indicates earlier changes of sea level,
and its present form is probably of glacial origin.
Opinions differ as to the definition of its boundaries, which are of interest, both
from a practical point of view, i. e. the extent of truly Icelandic fishing grounds,
and a theoretical point of view, as for instance the zoogeographical delimitation of
the Icelandic area.
1) Hér er að sjálfsögðu ekki átt við fiskiveiðilandhelgi, því að takmörk hennar
ékvarðast fyrst og fremst af þjóðréttarlegum sjónarmiðum.