Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 99

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 99
tJR RITUM ÞORVALDS THORODDSENS 205 sundur, og gjarðirnar og koffortin hoppuðu niður undir jafnsléttu, en klárinn stöðv- aðist hálfur á kafi i dýi; við héldum, að í honum hefði brotnað hvert bein, en svo var eigi; hesturinn var að mestu óskaddaður, hafði hann hvergi komið á stein, alt af fallið á gljúpan jarðveg og í dý, og svo höfðu koffortin hlíft honum. Þorv. Thoroddsen: FerSabók II, bls. 79—S0 (FerS 1886). Landslag hjá Veiðivötnum er viða einkennilega fagurt og alt öðruvísi en tiðast er annarstaðar hér á landi uppi é heiðum. Þar sem mikið er af vötnum, þar eru allajafnan lágar urðaröldur og melhæðir milli vatnanna og landið yfir höfuð mis- hæðalítið. Hér eru eintóm fell og öldur, hraundrangar og stórvaxnir eldgígir, árnar í breiðum kvíslum og vötnin glampandi með dimmbláum og grænum blæ i kötlun- um og háir gigbarmar i kring; hér er mikil tilbreyting í landslagi og útsjón fögur viða af öldunum, bæði yfir vötnin í kring og til jökla og óteljandi hnúka í norðri og suðri. Við hin einstöku vötn er víða snoturt og blómlegt fremur vonum; jurta- og dýralífið er hér meira en menn gætu búist við svo hátt uppi í landi, álftir og andir synda með ungahópana fram úr víkunum, urriðar vaka hér og hvar, kjó- arnir fljúga mjálmandi hátt yfir vötnunum, og undir kvöldið, þegar kyrrðin færist yfir, kveða við sorgleg hljóð frá heimbrimanum eða j)á undarlegar lómaraddir; þegar molla kemur, og í lítilli vætu, stíga ský af rykmýi upp frá vogunum og þúsundir af kóngulóm komast á kreik í hraunsprungunum til þess að ná í mýið og flugurnar. Þorv. Thoroddsen: FerSabók II, bls. 246—247 (FerS 1889). Á Eiðum er búnaðarskóli, og var Jónas Eiriksson skólastjóri; þar var prýðileg umgengni í öllu, en mjög hefir skólinn átt örðugt uppdráttar frá því fyrsta, enda er það eðlilegt, þar sem nefndir ciga að ráða, þeim geta oft verið mislagðar hendur; það er oftast hægra fyrir þær að finna að og breyta til en byggja upp. Búnaðarskólarnir hafa að minu éliti gjört mjög mikið gagn, þó fæstir láti þá njóta sannmælis; efnaðir bændur senda sjaldan syni sina á búnaðarskóla, og þó yrðu skólarnir þá fyrst að verulegu gagni, þegar þeir sæktu þangað, sem á eftir hefðu bein í hendi til þess, að framkvæma eitthvað og nota sér þekkingu þá, sem þeir hafa fengið á skólanum; nú eru það helzt umkomulausir unglingar, fátækir vinnu- menn og lausamenn, er læra á búnaðarskólunum, þegar þeir svo fara að búa á eftir, fátækir og allslausir, þá geta þeir eðlilega ekkert framkvæmt sakir efna- leysis, en ófróður almúgi bendir svo á búskap þeirra, niðrar skólunum og segir, að þarna sé árangurinn, ])eir séu búskussar og aumingjar og séu til engrar fyrir- myndar, skólarnir séu gagnslausir. Það er algengt að heyra þessar skökku ályktanir hjá gömlum bændum, og jafnvel ungunt, sem helzt vilja halda gamla laginu; það er þægilegast nð raska ekki værðinni. Þorváldur Thoroddsen: FerSábók 11, bls. 290—291 (FerS 1894). Hér ofan til í Héraðinu er mjög fagurt, fjöllin eru brött inn frá, en flá meira, er út eftir dregur, og er mikill gróður viða i hlíðunum, klappir og hamrabelti ganga hér víðast út að Leginum; blágrýtislögin í hlíðunum hallast dálítið (2—3°) inn á við til NV, sum meira en sum; hin fornu hraun virðast sumstaðar hafa runnið yfir öldótt land. Surtarbrandur er hér dálítill í Hengifossgili og í gili hjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.