Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 101

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 101
ÚR RITUM ÞORVALDS THORODDSENS 207 samanvafið varla meira en þriðjung úr kofforti, og þó gat það auk alls farangurs vel nægt fyrir þrjá menn. Tjaldinu fylgdi eðlilega tjaldsúla til að setja saman og tjaldhælar, ítem mikill dúkur, vextur beggja megin, sem lagður var í botninn, og var gat í gegnum hann miðjan fyrir tjaldsúluna. Þó má ekki gleyma matföng- um. Á öræfum höfðum við helzt til matar niðursoðið kjöt af ýmsu tagi og ýmsnn vanalegan íslenzkan mat og suðum við vínanda; hann var miklu drýgri og þrifa- legri í flutningum en steinolía, þó hann væri miklu dýrari. Af kaffi drukkum við mikið, þó það væri mjólkurlaust, en vínfanga neyttum við mjög sjaldan og lítið; kjötsúpu úr Liebigs-ekstrakt notuðum við alloft. Kaffi, the og sykur og ýmislegt fleira geymdum við í blikkilátum í koffortunum, svo það dofnaði ekki, og horð- búnaður var úr blikki og tini, svo hann ekki brotnaði. Mat gátum við sjaldan flutt með okkur fyrir lengri tima en þrjár vikur, og varð þá að sækja nýjar birgðir til byggða. Kjöt hituðum við á lítilli skaptpönnu. Þá höfðum við ennfremur altaf með okkur dálítinn meðalakassa með algengustu læknislyfjum, og gátum stundum á útkjálkum hjálpað fólki með meðul. Við þetta bættust svo nærföt og önnur föt, nálar, hnappar og þráður, tvær ábreiður, tvö gæruskinn, sem við lágum ó í tjaldi, pokar, snæri og margt annað fleira smátt, sem reynslan hafði sýnt oss, að ekki var hægt að vera án. 1 bygðum varð eg að hafa alt 'skotgjald í silfri, því óvíða var hægt að víxla stærri peningum, gulli eða seðlum. Fyrir hverja ferð gerði ég nákvæma skrá yfir allt það, sem hafa þurfti, svo okkur vanhagaði ekki um neitt. Að öllu samantöldu held eg því, að við höfum verið betur úthúnir en nokkrir aðrir íslenzkir útilegumenn, og þurftum hvorki að leggjast á fé manna eða hross, eins og hinir fyrri útilegumenn. Stöku sinnum veiddum við silung til matar og höfðum með okkur netstúf bæði til Fiskivatna á Arnarvatnsheiði og til Veiði- vatna við Tungnaá, en sjaldan var tími til að veiða frá öðrum störfum, þegar veður var bærilegt, veitti ekki af öllum tímanum til mælinga og rannsókna. Þorv. Thoroddsen: Fer'Sabók I, bls. 9—11. Eftirmáli 3. heftis 1955. Eins og segir á forsíðu þessa heftis Náttúrufræðingsins, er það helgað minningu Þorvalds Thoroddsens prófessors, i tilefni af 100 óra afmæli hans þann 6. júní þ. á. Það er fagur siður að heiðra minningu merkismanna á þann hátt, sem hér er gert. Heftið ber þess glöggan vott, að lifsstarf Þorvalds Thoroddsens er lifandi þáttur í menningarstarfi nútimans, óbrotgjarn minnisvarði um eljusaman og fjöl- hæfan visindamann, sem ávallt verður talinn einn af frumkvöðlum íslenzkra nóttúruvísinda. Hefti þetta er siðbúnara en ætlað var í fyrstu, og veldur því einkum erfitt sumar, sem torveldaði störf jarðfræðinga, svo að tími til ritstarfa reyndist ódrjúgur. Vill Náttúrufræðingurinn færa jarðfræðingum þakkir fyrir greinar þeirra, sem sýna, að jarðfræðirannsóknir standa nú föstum fótum í landinu. H. E.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.