Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 7
LANGISJÓR OG NÁGRENNI
149
1. mynd. Langisjór; horft norðaustur.
Langisjór jrom Ihe southwest.
Ljósm.: Guðm. Kjartansson.
og tæki til landmælinga, er ekki hægt annað en dást að, hve mæl-
inganiðurstöður hans eru nærri lagi: Á hinum nýja uppdrætti
íslands (Geod. Inst.) er lengd Langasjóar 20.5 km (Þ. Th. 22.6 km,
en síðan hefur vatnið stytzt af aurburði úr jöklinum, sjá síðar),
hæð vatnsins yfir sjó milli 660 og 680 m* (Þ. Th. 664 m) og hæð
Sveinstinds 1090 m (Þ. Th. 1098 m).
Þessi landkönnun Þorvalds fyllti upp mikla eyðu á Uppdrætti
íslands á svæðinu milli Skaftár og Tungnár. Þegar sama ár gerði
liann kort af Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem Langisjór er rétt teikn-
aður í aðalatriðum, nema hvað á er sýnd renna úr suðvesturenda
hans suður í Hvanngil og Skaftá, en ekkert annað afrennsli. (Þorv.
Th. 1893—94). Nú segir Þorvaldur reyndar, að þessi kvísl síist gegn-
um sandöldur. Slíkt neðanjarðarfrárennsli er naumast rétt að kalla
afrennsli og því síður marka á kort sem vatnsfall. Er mér því ekki
* Samkv. hæðarlínum, því að engin hæðartala er á vatninu á kortinu.
Mér mældist Langisjór 648 m. y. s., notaði loftvog og gekk út frá hnúk með
hæðartölunni 500 á kortinu við SV-enda vatnsins.