Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 9
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 151 og Ólafur hafa sagt mér af ferðinni, en aldrei mun hafa verið greint frá lienni í almennum fréttum. Hinn 27. október skildu þeir eftir hesta sína í sæluhúsinu í Blæng og gengu þaðan norður yfir Eldliraunið úr Lakagígum. Þeir óðu Skaftá í mörgum kvíslum fyrir innan Tröllhamar og síðan útfallið á hinum lygna kafla þess neðan við lónið, sem það rennur í gegnum. Þá var frost og lítið í vötnum, en Útfallið þó mittisdjúpt. Þeir fundu eitt lamb í Fögru- fjöllum innan Útfalls og höfðu það heim með sér, komu aftur í Blæng að kvöldi sama dags eftir 11—12 klst. göngu. Þeim þótti fagurt beitiland í þessum enda Fögrufjalla, litlu síður en framan við Útfallið. En fé mun mjög sjaldan fara þangað vegna tálmana af vötnum og jökli, og enginn veit til, að menn hafi komið þar á undan þessum þremenningum. Síðari ferðin inn yfir Útfall var gerð af Skaftártungumönnum annað hvort haustið 1953 eða ’54. Meðal þeirra var Gísli Sigurðs- son á Búlandi, sem er heimildarmaður minn um þessa ferð. Þeir sáu af fremri fjöllunum fáeinar kindur handan Útfallsins, og óðu nokkrir menn yfir um til að ná þeim. Þeir völdu sér vað ofan við lónið. Þar er straumþungt og grýtt, en ekki eins djúpt og neðan lóns, þar sem Síðumenn höfðu farið. Fögrufjöll innan Útfalls — nánar til tekið kriki sá, sem verður á milli Skaftár að austan, Útfallsins að sunnan, Langasjóar að vestan og Vatnajökuls að norðan — er líklega sú gróðurvin lrér á landi, þar sem fæstir menn hafa fæti stigið. Vera má, að Síðumennirnir þrír, sem að framan getur, hafi komið þar fyrstir allra manna. En ekki verður það þó fullyrt, því að minni torfærur munu hafa verið á leið þangað upp frá Síðu, áður en Eldhraunið rann 1783. Enn fremur er til heldur forneskjuleg sögn um fyrri mannaferð á þess- um slóðum. Hún er í Landnámabók (1946, bls. 165—167), þar sem segir, að Gnúpa-Bárður hafi flutt sig búferlum úr Bárðardal suður í Fljótshverfi. Leiðarlýsingin er í stytzta lagi: „Hann fór Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata". Ekki mun nú öruggt, að „Vonar- skarð“ Landnámuliöfundar sé hið sama og nú lieitir svo. En stytzta og greiðasta leið úr Vonarskarði til Fljótshverfis liggur með jökulröndinni og fyrir innan Langasjó. Eins og nú háttar lands- lagi má heita greitt að ganga á jökli fyrir ofan upptök allra stór- ánna Köldukvíslar, Tungnár, Skaftár og Hverfisfljóts. En að öll- um líkindum lá jökulröndin mun innar á landnámsöld, og kann

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.