Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 10
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þá Bárður að hafa farið að sama skapi innar og annað hvort á jökli fyrir upptök ánna eða yfir upptakakvíslarnar. En hvort sem er, liggur leiðin úr Vonarskarði suður í Fljótshverfi nálægt innri enda Fögrufjalla. Nú er sýnt, að einangrun Langasjóar og Fögrufjalla innan Út- falls er rofin. Fjöldi fólks ferðast nú á hverju sumri í bílum inn í Tungnárbotna fremri, þar sem Jöklarannsóknafélag íslands reisti sér skála fyrir nokkrum árum. Þaðan er aðeins fárra klst. gangur suður að norðurhorninu á Langasjó, og má þá livort sem vill vaða ána á aurunum undan skálanum eða krækja upp á steinboga og ganga á Jökli fyrir ofan þann hluta árinnar, sem kemur sunnar úr jöklinum. Litlu lengra er í norðurenda Fögrufjalla, og mun greið- ast að ganga þangað á jökli og losna svo við að vaða auravötnin, sem renna undan honum í vatnsendann. Enn fremur hefur nú fundizt leið, sem er slarkfær sterkum, há- um bílum, inn að suðvesturendanum á Langasjó. Hún liggur til norðausturs út af Landmannaleið nálægt vatnaskilum milli Jökul- dala og Skuggafjallakvíslar. Gísli á Búlandi telur sennilegt, að finna megi greiðari leið austar. Tvö næstliðin sumur hef ég komið að Langasjó og staldrað þar nokkra daga við jarðfræðiathuganir. í fyrra skiptið voru ferða- félagar mínir: Guðbjört Ólafsdóttir frú í Reykjavík, Haraldur Matthíasson menntaskólakennari, Kristín Ólafsdóttir kona hans og Ólafur Briem menntaskólakennari, öll á Laugarvatni. Að morgni 31. júlí lögðum við upp frá skálanum í Tungnárbotnum, óðum Tungná, sem þá var aðeins hnédjúp eftir vægt næturfrost, og geng- um skammt undan jökuljaðrinum upp á hálsinn, sem skilur Tungn- árbotna frá fjallakví þeirri, sem Langisjór liggur í. Þegar þar fer að halla suður af, blasir Langisjór við í allri sinni dýrð eins og Þor- valdur Thoroddsen hefur lýst honum og tekið er upp liér að fram- an. Þar gengum við út á skriðjökulinn upp af norðausturenda vatns- ins og yfir hann í endann á Fögrufjöllum, þá fram með þeim að austan og tjölduðum þar á mosafit undir snarbröttum, en furðu- vel grónum hlíðum skammt fyrir innan Útfall. Þar var hýrlegt um að litast eftir öræfagönguna. Um kvöldið skoðuðum við Útfallið, og reyndist ófært upp með því að norðanverðu fram hjá lóninu, svo að ekki verður komizt að upptökum þess þeim megin nema með því að klöngrast yfir fjallgarðinn. Daginn eftir gengum við á jökli fyrir ofan allar upptakakvíslar Skaftár og komum niður í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.