Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 13
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 155 3. mynd. Bólstraberg yiir móbergi í Grænaíjallgarði. Pillow basalt resting on móberg in Grœnijjallgarður. Ljósm.: Guðm. Kjartansson. En í fjöllunum kringum Langasjó er þessu svo óvenjulega far- ið, að þar er leitun að blágrýtissteini í lausum jarðlögum, hvað Jrá að blágrýtisklöpp. Þó vantar þar ekki lausagrjót, en það er víð- ast hvar eingöngu úr móbergi, jafnvel grettistökin á melunum og kastmölin við vatnsborðið. Nálægt Langasjó hef ég fundið blágrýti í föstu bergi á aðeins þremur stöðum: 1. Fast sunnan við skarðið, sem bílaslóðin liggur um yfir Grænafjallgarð, röskan kílómetra vestur frá vatnsendanum er allstór klettur úr óvenju lögulegu bólstrabergi, og eru bólstrarnir úr mjög stórdílóttu blágrýti (3. mynd). Dílarnir eru hvítir feldspatkristallar, allt upp í 3 cm að þvermáli. 2. í norðurhlíð Sveinstinds, ofanvert við miðju, er lá- rétt blágrýtislag í móberginu. Lagið er aðeins 1—2 m að þykkt, en liggur óslitið a. m. k. nokkur hundruð metra spöl, og mun það verá innskotslag, Ji. e. yngra en bergið bæði fyrir ofan og neðan. 3. Loks sá ég lítinn blágrýtiskleggja norðan í syðri hrygg Fögru-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.