Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 14
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fjalla um ly2 km suður frá mynni Fagrafjarðar, og mun hann einnig vera innskot. Móbergið, sem er nær einráð bergtegund í fjöllunum við Langa- sjó, er yfirleitt smágert (túff fremur en breksía) og með litlum tilbrigðum. Lagskiptingar eftir molastærð gætir fremur lítið og sums staðar alls ekki. Uppi á hálsinum milli Tungnárbotna og Langasjóar inn við jökul er móbergið á köflum hvítyrjótt af smáum, en þéttum holu- fyllingum úr kalkspati. Slíkt berg er silfurgrátt til að sjá, og hinn ljósi litur þess stingur í stúf við hið venjulega, brúnleita móberg. Hvítyrjótt móberg er allalgengt um norðurhluta Tungnáröræfa (t. d. í Ljósufjöllum, sem draga nafn af því, en til dæmis um slíkt berg við alfaraveg má nefna múlann Silfurberg, sem skagar fram undan Ingólfsfjalli gegnt Kögunarhól. Allir þeir, sem eitthvað hafa fjallað um móbergsmyndun íslands á síðustu áratugum, eru nú á einu máli um það, að berggrunnur móbergssvæðanna sé til orðinn á ísöld, og flestir, að móbergið sjálft sé að mestu leyti eða eingöngu myndað á jökulskeiði, í eða undir jökli (Peacock 1926, Noe-Nygaard 1940, Guðm. Kj. 1943 og 1956, Bemmelen & Rutten 1956). Þó hefur próf. Trausti Einarsson (1946) leitt rök að því, að móbergið hafi allt eins getað orðið til á íslausu landi. En ég tel fleiri og veigameiri rök hníga að hinni skoðuninni: að snerting heitra, ókristallaðra gosefnanna við vatn eða ís valdi því — og sé jafnvel skilyrði fyrir því — að úr þeim verði móberg. Bergið á hinum eiginlegu móbergssvæðum er eflaust frá síðari hluta ísaldarinnar og vart eldra en frá síðasta og næstsíðasta jökul- skeiði hennar. Til svo ungs aldurs bendir margt, sem of langt yrði upp að telja. Þó skal þess getið, að hvar sem ég hef prófað stefnu segulsviðsins í blágrýtisívafi móbergsins á Tungnáröræfum, hefur hún reynzt „rétt“, þ. e. í samræmi við núverandi segulskaut jarð- arinnar. Svo er t. d. um áðurnefnt bólstraberg í Grænafjallgarði og innskotslag í Sveinstindi. Aftur á móti er þessi stefna „öfug“ víða í hinum fornlegri ísaldarmyndunum, sem koma í ljós beggja vegna móbergssvæðisins, t. d. austur á Síðu og úti í Hreppum. Fjöllótt er við Langasjó, og þar eins og annars staðar á Tungn- áröræfum eru nær öll fjöllin mjög ílöng í stefnu frá norðaustri til suðvesturs. Breitt fjalllendi með þessu einkenni skilur þróna, sem Langisjór liggur í, frá þeirri, sem Tungná rennur eftir. Það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.