Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 17
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 159 5. mynd. Horft suðvestur eftir geilinni, sem klýfur Fögrufjöll að endilöngu. Sveinstindur fjarst t. h. View towards the S. W. along the trench dividing the Fögrufjöll chain inlo two ridges. Ljósm.: Guðm. Kjartansson. sera rifnar eða klofnar auðveldlega í eina stefnu, langsum, en ekki aðrar. Jarðskorpan er bersýnilega klofin sundur í mjóar ræmur á þessu móbergssvæði, og svo er þessu raunar farið á þeim öllum þremur. Ræmurnar rísa mishátt, og af því verða fjöll og sund á milli. En um það, hvernig á mishæðunum stendur, hafa komið fram ýmsar skýringar. Hér skal aðeins getið þeirra tveggja, sem ég tel koma til greina. Önnur er sú, að fjöllin séu jarðskorpuræmur, er hafi lyfzt upp (Sonder 1938), eða sundin á milli þeirra signar ræmur (Reck 1921, Nielsen 1933) — m. ö. o., að hér sé um misgengi að ræða, og skul- um við kalla þetta misgengiskenninguna. Samkvæmt henni eru Fögrufjöll hafin jarðskorpuræma eða ræma, sem stóð eftir meðan landið seig beggja vegna (á þýzku Horst), en Langisjór liggur í sigþró (á þýzku Graben).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.