Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 19
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 161 Hollendingarnir halda kenningu sinni mun ákveðnara fram en ég liafði áður árætt um tilgátu mína og hafna með öllu eldri skýr- ingum. Tek ég þeirra skýru rök, sem eru fyllri en mín, en nær öll liin sömu, feginsamlega til tekna tilgátu minni. Ég hef nýlega skýrt nokkuð frá upphleðslukenningunni í Náttúrufræðingnum (Guðm. Kj. 1956, bls. 125—129), og skal það ekki endurtekið hér, nema að því leyti, sem snertir sérstaklega jai'ðmyndun við Langasjó. Eins og bæði Hollendingarnir og ég höfum sýnt fram á, eru fjöllin á móbergssvæði Norðurlands og móbergssvæði Suðvestur- lands af tveimur ólíkum gerðum: stapar (t. d. Herðubreið og Blá- fjall, Hlöðufell og Skriðan) og hryggir (t. d. Leirhafnarfjöll og Möðrudalsfjallgarðar, Tindaskagi og Sveifluháls). Höfum við skýrt þann mun þannig, að staparnir liafi myndazt við gos úr því sem næst pípulaga eldrás, en hryggirnir úr sprungu. Og um hina sam- felldu hellu úr grágrýtis- eða blágrýtishraunum, sem þekur kolla liæstu stapanna vorum við sammála, að hún væri afleiðing af því, að fjallið óx upp úr jöklinum eða vatninu. Áður, meðan gosopið var í kafi, kom nær eingöngu upp efni í móberg, en við hækkun fjallsins urðu gosin á kolli þess undir berurn himni, og þá runnu þar upp venjuleg hraunflóð. Slíka hraunhellu vantar á flesta — en ekki alla — móbergshryggina, enda eru þeir yfirleitt lægri en staparnir. Nú bregður svo við, að á því móbergssvæði, sem liér er um að ræða, þ. e. á Mið-Suðurlandi, eru engin fjöll með einhlítri stapa- gerð, og sérstaklega á norðausturhluta þess, Tungnáröræfum, eru öll móbergsfjöllin hryggir eða fjallgarðar. Af þessu má marka, að á síðasta jökulskeiði hafi þarna nær eingöngu orðið sprungugos. Svo er raunar enn, því að nær allar eldstöðvar, sem gosið hafa á Tungnáröræfum eftir að jökla leysti þar, eru einnig sprungur og með sömu stefnu og áður. En að hinu leytinu hefur eðli gosanna breytzt, að eftir ísöld hafa runnið geysistór hraunflóð úr sumum sprungunum. Uppi á móbergsfjöllunum á Tungnáröræfum liafa hvergi fund- izt nein hraunlög á borð við grágrýtisskikana, sem þekja marga stapa og suma hryggi á hinum móbergssvæðunum. Vöntun slíkra myndana bendir til, að fjöllin hafi myndazt algerlega í kafi í jökli eða vatni og jafnvel Sveinstindur, sem rís 500 m upp yfir jafnsléttu, hafi aldrei rekið kollinn upp undir bert loft, meðan á upphleðslu hans stóð. Þetta gefur aftur í skyn, að á síðasta jökulskeiði, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.