Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 23
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 165 laust breytilegum að hætti auravatna. Nyrðri áin er miklu stærri, og sú ein er sýnd á korti Geod. Inst. Hinn 31. júlí í fyrra leizt mér hún óárennileg að vaða, og því gengum við félagar fyrir hana á jökli. En fyrstu dagana í september í haust var þarna sýnu minna vatn og syðri áin því nær þurr, að því er sjá mátti af Fögrufjöll- um. Ef sú skoðun er rétt, að urn 1890 hafi jökulsporðurinn endað í vatni um það bil sem fremstu ruðningsöldur liggja nú, hafa þessi auravötn fyllt upp um ll/2 km2 af norðurenda Langasjóar á hálfri öld (samkvæmt korti Geod. Inst. eftir ljósmyndum frá 1938). Þetta jrykir nrér vel koma til mála, því að grunnt kann að hafa verið þar fyrir. í lýsingu Þorvalds Thoroddsens á Langasjó segir að vísu, að skriðjökull gangi niður í vatnsendann fjalla á milli, en ekki, að sá jökull endi í íshamri eða jakar úr honum fljóti á vatninu (sbr. Hvítárvatn, Hagavatn o. fl. jökullón). Hvorugs hefði Þorvaldur látið ógetið, ef svo liefði verið, og rná af þessu ætla, að jökullinn hafi lítt eða ekki náð niður fyrir vatnsborð og grunnt liafi verið fram undan honum. Ekki er að fortaka, að eitthvað hafi lækkað í Langasjó á síðustu 6—7 áratugum með því móti, að Útfallið úr lionum hafi skorið sig niður, og mundi sú lækkun vitaskuld eiga sinn þátt í breikkun landræmunnar milli vatns og jökuls. En þó að augljóst sé, að tals- vert hefur lækkað í Langasjó á undanförnum öldum eða árþúsund- um, eins og brátt mun að vikið, tel ég ósennilegt, að vatnsborðið liafi breytzt að ráði svo seint, að það geti valdið nokkru verulegu um þann landauka við vatnsendann, sem hér var um að ræða. Útfallið úr Langasjó beljar í fossaföllum fram af mjóum mó- bergsþröskuldi, sem heldur uppi vatninu, allra vestast í skarðinu, sem það fellur um í gegnum Fögrufjöll. Síðan rennur það gegnum langt, mjótt og bugðótt lón og um lygnan ós úr því í Skaftá, eins og fyrr var frá sagt. Allt fall þessarar stuttu ár er á efri kaflanum og mun nerna um 20 m, en lengd þess kafla er aðeins um \/2 km og brattinn sívaxandi upp að Langasjó. I bæði skiptin, sem ég kom að Útfallinu, var vatnsborðið í sömu eða mjög svipaðri hæð, og áætlaði ég rennsli árinnar 15—20 m3 á sek. Samt var aðrennslið í Langasjó, eins og þegar er getið, miklu meira í fyrra skiptið, en }rá var líka sérlega sterk sólbráð á jöklinum, og ætla má, að dægra- sveiflur í aðrennslinu séu algerlega horfnar í afrennslinu úr svo stóru stöðuvatni. En eflaust er rennslið í Útfallinu miklu minna vetur en sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.