Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 25
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 167 8. mynd. Útfallið. The outlet of Langisjór. Ljósm.: Guðm. Kjartansson. ræsa fram Langasjó. Klöppin kann að hafa sprnngið í jarðskjáifta eða af óvenjulegum ísruðningi. Jökulhlaup í norðurenda vatns- ins, t. d. úr lóninu, sem Þorvaidur fann, en nú er þurrt, koma einn- ig tii greina. í fyrri graftarlotunni lækkaði vatnsborðið niður að 3,5 m strandlínunni og í hinni síðari niður í núverandi hæð. Af því, sem þegar er sagt, mætti ætla, að efsta strandlínan rnark- aði hið eizta vatnsborð Langasjóar, eins og það var á vatninu ný- mynduðu, eftir að ísaldarjökulinn leysti á þeim slóðum fyrir eitt- hvað um iO þúsund árum. En ýmislegt, sem nú skal talið, bendir til, að þessu sé ekki svo farið, heldur sé efsta strandlínan miklu yngri. Fögrufjöll ná nú örlítið inn í rönd Vatnajökuls. Þar er bratt ofan af þeim niður á lágan jökulinn, og ekki örlar á, að fjallgarður- inn taki sig upp aftur inni í jöklinum, heldur bendir allt yfirbragð jökulsins til, að undirlag lians sé mishæðalítið. Fjallgarðuiinn virð- ist rannverulega enda þarna. Ef jökulísinn væri tekinn burtu, kæmi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.