Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 33
DÝRASVIFIÐ í SJÓNUM 175 ar sinnar. Er því afar mikilsvert fyrir fiskaseiðin, að nægilegt magn botndýralirfa sé í sjónum strax og næring kviðpokans er tæmd. Fari þetta ekki saman, getur það valdið hungurdauða fiskaseið- anna. Sumir fiskar, t. d. þorskurinn, éta sín eigin afkvæmi, og allt rýrir þetta mjög styrk fiskstofnsins og veldur síðar meir lélegum aflabrögðum, þegar fiskurinn er kominn í gagnið. Af öllu þessu er ljóst, að klak sjófiska myndi koma að litlu gagni, jrar eð Jrað yrði ætíð í svo litlum mæli, að það gæti engan veginn hamlað móti Jrví afliroði, sem fiskstofnarnir gjalda af völdum náttúrunnar sjálfrar. Af þessu má þó ekki ætla, að svifskeið botndýra og fiska sé Jreim eingöngu óhagstætt. Þau berast oft langa vegu með straumum og leita botns fjarri gotstöðvunum. Þetta eykur því mjög útbreiðslu Jreirra og Jrar með aukna lífsmöguleika. Skýrt kemur þetta frarn í reki þorskseiða frá vesturströnd íslands. Á árunum 1931-34 ráku danskir vísindamenn víðtækar bafrannsóknir í liafinu milli íslands og Grænlands og athuguðu sérstaklega útbreiðslu Jrorskseiða. Rannsóknir þessar sýndu, að straumur sá, sem gengur tit frá Vest- fjörðum í átt til Grænlands ber með sér mikið af þorskseiðum. sem alist hafa upp við vesturströnd íslands. Ekki tókst þó að fylgja þorskseiðunum lengra en að austurströnd Grænlands. Er þess- ar niðurstöður höfðu verið birtar, kom fram sú tilgáta, að allur Jrorskur við Grænland myndi vera af íslenzkum uppruna, en Jrað mun þó ekki rétt. Hins vegar er álitið, að þorskurinn, sem held- ur sig skammt vestan Hvarfs á Suður-Grænlandi sé allur af ís- lenzkum uppruna, svo og Jrorskurinn við Austur-Grænland. Það eru vitaskuld ekki þorskseiðin ein, sem berast með þessum straumi, heldur allur sá aragrúi svifdýra, sem lendir í þessum straumi út frá landinu. Straumur sem þessi hefur verið nefndur tapstraumur, þar eð flest þau dýr, sem með honum berast, eiga ekki afturkvæmt á íslenzk fiskimið. Þegar rætt er um átuna í sjónum, er það fyrst og fremst ljósáta og rauðáta, sem menn Iiafa í liuga. At' ljósátutegundum hrygna Jrrjár við ísland: náttlampi, augnsíli og agga. Þeim er sameiginlegt, að á hliðunum eru þau alsett frumum, sem gefa frá sér ljós. Ljós- magnið er Jrað mikið, að nægilegt er að hafa 6 fullorðin dýr í glasi til að geta lesið fyrirsagnir í dagblaði. Ljósátan er nokkuð stór af svifdýri að vera, um 3—4 sentimetrar á lengd fullvaxin, og er mik- ið af henni hér við land. Hún er ein aðalfæða skíðishvala og ým-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.