Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 42
184
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Danski haffræðingurinn Steemann-Nielsen hefur athugað sam-
bandið milli plöntu- og dýrasvifsins við ísland. Hann fann, að í
maí verður hámark kísilþörungagróðursins í strandsjónum. Á þeim
tíma fannst lítið af dýrasvifi í strandsjónum, hámark þess varð
seinna, þar sem þróun þess er seinni. Hins vegar hafði þörunga-
gróðurinn í ýmsum fjörðum náð hámarki þegar í apríl, og í maí
fannst mikið af dýrasvifi í þessurn fjörðum. Orsök þess, að áta
fannst h'tið á Norðurlandsmiðum sumarið 1954, þrátt fyrir mikið
hámark plöntugróðurs, gæti hugsast sú, að hrygningin sjálf eða
klak eggjanna hefði gengið illa, og átustofninn því aldrei orðið stór.
En hvernig stendur á því, að dýrasvifið virðist dafna vel, þótt
h'tið finnist af plöntum, þegar svifdýrastofninn er mestur? Þessari
spurningu er ekki auðsvarað, og hafa komið frain nokkrar tilgát-
ur og kenningar til skýringar á þessu fyrirbæri. Ein aðgengilegasta
skýringin er sú, að svifdýrin éti svo mikið af plöntugróðrinum, að
þau haldi honum niðri, og því verði hans lítið vart, þegar mergð
svifdýranna er mest. Með dæmi má sýna fram á, að þetta getur átt
sér stað. Hugsum okkur, að við hefðum eina milljón plöntufruma,
og að svifdýrin ætu úr þessum plöntustofni jafn margar frumur
og í liann bættust við skiptingu plantnanna, þannig að plöntu-
stofninn stæði óskertur. Ef nú svifdýrin ætu tvöfalt fleiri plöntu-
frumur væru aðeins eftir 27.000 plöntufrumur að fimm dögum
liðnum. Ætu svifdýrin fimm sinnum meira en upprunalega var
gert ráð fyrir, myndi þessi milljón frumu plöntugróður algjör-
lega uppurinn eftir fimm daga.
Þótt við íslendingar höfum aflað okkur staðgóðrar þekkingar á
högum ýmissa nytjafiska, er langt frá því, að átan í sjónum við
ísland sé fullkönnuð né lifnaðarhættir hennar þekktir til fulls. Er
nrikil nauðsyn að rannsaka hér ýmis fyrirbrigði, er telja verður
algjöra undirstöðu að fiskveiðum okkar, sem eru forsenda fyrir
lífi fólksins í landinu.