Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 45
DÚDÚFUGLINN 187 Dúdúfuglinn. Vatnslitarmynd gerð af Charlcs Collins um 1736. Eign Mc Gills háskólans í Montreal. dúfur (þ. e. dúdúfugla) á hálfum degi, því að svo gæfir voru fugl- arnir, að hægðarleikur var að rota þá með stafpriki. Árið 1644 voru hundar, kettir og svín flutt til eyjanna, og gerðu þau dýr sitt til þess að flýta fyrir útrýmingu dúdúfuglsins. Ekki vita menn með vissu, hvenær þessum fugli var útrýmt að fullu og öllu. En eftir 1681 er ltans hvergi getið í tölu lifenda. Samkvæmt því hefur þá Hollendingum tekizt á 80 árum að þurrka út af jarðarkringlunni einn hinn furðulegasta lugl, sem lifað hef- ur á mannöld. Nokkru eftir að Frakkar settust að á Mauritius, en eins og fyrr er sagt, var það árið 1712, þá fóru náttúrufræðingar að grennslast um þennan kynlega fugl, sem þeir liöfðu lesið um í ritum Hol- lendinganna. En nú sást hvergi af honum horn né hár og álitu ýmsir, að frásagnirnar um hann væru skröksögur einar. En fljót- lega fóru að berast sönnunargögn. Ýmis ókennd fuglsbein fund- ust á eyjunum, og lýsingar af fuglinum kornu í leitirnar, svo og teikningar og málverk. Málverk af fuglinum eftir hollenzka málarann Roeland de Savery sýnir glöggt, að hann hefur hal’t lifandi fyrirmynd. Málverk þetta er gert um 1630. Þá skýrir Eng- lendingurinn Sir Hamon Lestrange svo frá í riti einu 1638: „Þegar ég gekk um eina götu Lundúnaborgar, sá ég, að klæði með undarlegri fuglsmynd hékk utan á húsi nokkru. Ég og nokkr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.