Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 48
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Dúdúfuglinn hafði það sameiginlegt með geirfuglinum, mör- gæsinni og strútnum, að hann gat ekki hafið sig til flugs. Var því í fyrstu álitið, að liann væri í ætt við einhvern þessara fugla. Linné taldi hann til strútanna, sem auðvitað var alrangt. Síðar var liann talinn til gammanna og hélt þeim sess fram á miðja 19. öld. Nú er hann talinn til ættbálks dúfnanna. Sá núlifandi fugl, sem er honum skyldastur, á heima á Samoa- eyjum; er það fleyg dúfutegund, sem ber vísindanafnið „Didun- culus strigirostris, stundum nefnd Samoa-dúfan. Sá sem fyrstur hélt því eindregið fram, að dúdúfuglinn bæri að telja til dúfn- anna, var danskur dýrafræðingur, Reinhardt yngri. En staðfesting á þeirri skoðun fékkst ekki fyrr en 1865, er mikið fannst af bein- um úr fuglinum á Mauritius; einnig hafa fundizt bein úr skyld- um tegundum, sem lifðu á Maskarenhas-eyjunum annað hvort samtímis dúdúfuglinum eða fyrr. Áður en hinn inikli beinafundur á eyjunum kom til sögunn- ar, voru til mjög fá sönnunargögn um þenna undarlega fugl. Þau, sem um er vitað voru: höfuðkúpa, geymd á dýrasafninu í Kaup- mannahöfn, höfuð og fótur á safninu í Oxford og einn fótur í safni í Lundúnum. Um miðja 17. öld var uppi náttúrufræðingur í Lundúnum, er Tradescant hét. Hann safnaði að sér alls konar náttúrugripum og átti orðið stórt safn. Árið 1656 sézt rituð eftir- farandi athugasemd í safnskrána við einn af hinum upptroðnu fuglum: „Dúdúfuglinn frá eyjunni Mauritius. Hann gat ekki flogið, af því að hann var svo feitur“. Talið er líklegt, að þessi umgetni fugl hafi verið sá sami, er var til sýnis í Lundúnum 1638, og að Tradescant hafi verið búinn að tryggja sér haminn af hon- um, þegar hann hrykki upp af. Síðar lenti fuglinn á safni í Ox- ford, en 1755 var safngripur þessi orðinn svo illa farinn, að safn- vörðurinn skipaði að fleygja honum, en stofnandi safnsins, Elias Aslimole, gat með naumindum bjargað höfðinu og öðrum fætin- um. Nú eru þessir hlutir taldir með dýrmætustu gripum, er safn- ið á. Það dúdúhöfuð, sem nú er í náttúrugripasafninu í Kaupmanna- liöfn, hafði í fyrstu lent í listasafninu í Gottorp, er komið var á fót 1651. Hvernig safnið hefur eignast höfuðið er ekki vitað, en ekki er ósennilegt, að einhver danskur sjómaður hafi haft það með sér þarna sunnan að. Árið 1720 var listasafnið í Gottorp

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.