Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 49
DÚDÚFUGLINN
191
sameinað konunglega listasafninu í Kaupmannahöfn. En 100 ár-
um síðar var því safni skipt og dýrasafnið skilið frá. Eftir það
hefur dúdúhöfuðið gist dýrasafnið í Kaupmannahöfn, og geta
Danir verið lireyknir af að eiga slíkan dýrgrip.
í lok 18. aldar og byrjun þeirrar 19., var grafið upp dálítið af
stórum íuglsbeinum á eynni Rodriguez og þau flutt til Bretlands
til rannsóknar. Var álitið, að þau væru úr dúdúfugli þeirn, er
lifði á Mauiitius, en síðari rannsóknir hafa sýnt, að svo var ekki.
Eins og áður er getið, fannst mikið af hinum eiginlegu dúdú-
fuglsbeinum á eynni Mauritius 1865 og síðar. Aðalfundirnir voru
í mýrarsundi nokkru, er Frakkar nefndu Mare aux songes, og voru
beinin þar eingöngu í pyttum, sem voru þétt yfirgrónir með vatna-
jurtum, en hvergi annars staðar í mýrinni, þó að þar mætti finna
gnægð beina af öðrum dýrategundum. Hvernig á þessu stendur,
er mönnum ekki fyllilega ljóst.
En er ekki líklegt, að fleiri en ein dúdúfuglstegund Jiafi lifað
samtímis á Maskarenhas-eyjunum? Ýmislegt bendir til þess, að svo
liafi verið, og að beinin, er fundust á Rodriguez hafi verið af einni
slíkri tegund; líka gæti verið, að hún hafi verið útdauð, er eyjarn-
ar byggðust. Árið 1613 er getið um einkennilegan fugl á eyjunni
Réunion, sem eftir lýsingunni að dæma hefur verið einlivers kon-
ar dúdúfugl. Einn sagnaritarinn segir, að hann hafi verið á stærð
við kalkún, mjög feitur, vængjalaus og hvítur að lit; og annar
sagnaritari segir hann einnig livítan og með svart í vængjum og
stéli. Þá eru og nokkur málverk til af fuglinum, og er hann alltaf
sýndur hvítur. Á einni myndinni eru nokkrar fjaðrir upp úr
Iiöíðinu, og nef, vængir og stél frábrugðið dúdúfuglinum á Mauri-
tius. Það lítur því út fyrir, að hér liafi verið um tvær náskyldar
tegundir að ræða, sitt á hvorri eyju.
Árið 1708 kom út bók eftir mann að nafni Leguat, er átti að
vera franskur aðalsmaður, sem gerður var útlægur úr landi sínu.
Hann ferðaðist víða og kom meðal annars á Maskarenhas-eyjar,
eftir því sem skýrt er frá í bók hans. I bókinni er mergð mynda
af einkennilegum fuglum, er liann sá á eynni Rodriguez. Einn
þeirra virðist líkjast mjög dúdúfuglinum, eftir myndum að dæma.
Leguat lýsir honum ítarlega og lifnaðarháttum hans, og nefnir
hann Solitaire eða ,,einbúann“. Töldu fuglafræðingar, að hér
væri kominn fugl sá, er beinin fundust úr á eynni. Væri hér senni-