Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 53
STÓRIR LAXAR 195 Grímseyjarlaxinn. Ljósm.: Sigurður P. Björnsson. 3—4 sjómílur suðvestur af Grímsey og vóg hann 16 pd. Hinn lax- inn veiddist af bv. Tryggva gamla 1942 eða 1943 suðvestan við eyna, og var hann 7—8 pd að þyngd. Eftir veiði Grímseyjarlaxins hefur töluvert verið rætt um stóra laxa og rnargt rifjazt upp um þá. Skal nú skýrt frá því markverð- asta, sem höfundi er kunnugt um stóra laxa, sem veiðzt hafa hér á landi. Risalax veiddist í silunganet í Hvítá í Borgarfirði hjá Flóða- tanga á síðustu öld. Menn eru ekki á eitt sáttir um þyngd lians, hvenær hann var veiddur eða af hverjum. í Veiðimanninum nr. 18., 1951, og síðar í bókinni „Að kvöldi dags“ 1952, skýrir Björn ]. Blöndal, rithöfundur, frá því, að lax, sem talinn var 70 pd, hafi veiðzt í Hvítá frá Flóðatanga í Stafholtstungum. Björn bar sögu þessa undir Þorstein bónda Böðvarsson í Grafardal, sem heyrt hafði hana af vörum sömu manna og Björn. Þorsteinn taldi þyngd laxins hafa verið 65 eða 70 pd, en hélt þó síðari töluna vera réttari. Stefán Ólafsson telur í grein í Veiðimanninum nr. 19, 1952, að Björn fari rétt með þyngd laxins og annað í frásögninni

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.