Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 57
Harald Ulrik Sverdrup, prófessor, dr. phil. 15. nóv. 1888 — 21. ágúst 1957. Með prófessor Sverdrup er fallinn í valinn einn af þekkt- ustu haffræðingum vorra daga. Þar sem ég hafði þá ánægju að kynnast Sverdrup vel, er það mér kærkomið verkefni að geta hans með nokkrum orð- um í Náttúrufræðingnum. Harald Ulrik Sverdrup fæddist 15. nóvember 1888, í Sogni í Noregi. Faðir hans var prófessor Johan F.dvard Sverd- rup (1861—1923), en móðir Maria Vollan Sverdrup (1865- 1891). Harald Ulrik Sver- drup kvæntist 1928. Kona lians var Gudrun Vaumund, fædd Brpnn (8. júní 1893) og lifir hún mann sinn. Um helztu áfanga í lífi pró- fessors Sverdrups er þetta að segja: Hann tók stúdentspróf 1906, gekk í herinn 1908 en hafði þá einnig lagt út á námsbrautina. í hernum varð hann præmier-leutnant og háskólanáminu í Osló lauk hann 1914, sem Cand. real. Þremur árum síðar varði hann doktors- ritgjörð (Der Nordatlantische Passat, 1917). Hann var kjörinn heiðursdoktor við „University of Southern California" 1947. Það varð Sverdrup til mikils happs að komast að sem aðstoðar- maður hjá hinum fræga prófessor Bjerknes, fyrst í Osló (1911—’ 12) og síðar í Leipzig (1913—17). Þegar hér var komið var honum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.