Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 58
200 NÁT T Ú R U F RÆÐINGURINN falið að stjórna öllum vísindarannsóknum í hinum mikla Maud- leiðangri Amundsens 1917—1925, en úr því lá leið hans vestur yfir haf. Hann varð aðstoðarmaður við þá deild Carnegie-stofn- unarinnar í Washington, senr fjallar um jarð-segulmagn, en við þá stofnun var hann tengdur sem Research Associate 1926 og aftur á árunum 1928—1940. Hann var prófessor í veðurfræði við jarð- eðlisfræðistofnun safnsins í Bergen (Det Geofysiske Institut, Berg- ens Museum) á árunurn 1926—31, en 1931—36 starfaði hann að jarðeðlisfræðirannsóknum við stofnun Chr. Michaelsens. Ennfrem- ur stjórnaði hann vísindarannsóknunum í sambandi við Nautilus- leiðangurinn 1931. Þá var hann forstjóri Scripps-stofnunarinnar í La Jolla, Kaliforníu og prófessor við „University of Southern Cali- fornia" á árunum 1936—48. Hvarf hann þá til Noregs og varð prófessor í jarðeðlisfræði við háskólann í Osló (1949) og forstjóri heimskautarannsóknarstofnunar Norðmanna (Norsk Polarinstitut, 1948). Harald Sverdrup liafði mörgum skyldum að gegna, en þrátt fyrir það var hann frjósamur rithöfundur, og yrði það of langt upp að telja, sem eftir hann liggur. Hann skrifaði nær því ótelj- andi greinar í ýmis tímarit, einkum ensk og bandarísk. A fyrri árum sínum gaf hann út skýrslu um árangur Maud-leiðangursins, hann skrifaði ferðalýsingu í rit Roald Amundsens: „Nordpstpas- sagen“ (1921) og bókina „Tre Ár i Isen med Maud“ (1926), auk doktorsritgerðarinnar, sem áður er nefnd. Þessum kafla í rithöf- undarferli lians lauk með bókinni: „Hvorledes og hvorfor med Nautilus“ (1931). Á síðari árum skrifaði hann meðal annars, með öðrum, liina miklu handbók um höfin („Tlie Oceans“, 1942), kennslubók í haffræði fyrir veðurfræðinga („Oceanographv for Meteorologists", 1942) og haffræði („Havlære", 1957). Sverdrup hlotnaðist fjöldi viðurkenninga og heiðursmerkja og verður það ekki talið upp hér. Haralcl Sverdrup var hámenntaður maður og fjöldi mannlegra viðfangsefna heilluðu hug hans. Fyrst hneigðist hugur hans að hernaðarfræði, þá að veðurfræði, en mestan hluta ævi sinnar helg- aði hann sjófræði. Þegar hann kom aftur til Evrópu, var það því eðlilegt, að hann yrði einn í hópi þeirra Norðmanna, er störfuðu í sambandi við Alþjóðahafrannsóknaráðið, og svo varð og. Hann var aðalfulltrúi Noregs hjá ráðinu á árunum 1948—1956, formað- ur sjófræðinefndar ráðsins (Hydrographical Committee) 1950—1956,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.