Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 62
204 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gagnfræöaskólum, fag, sem liver skussi geti kennt og lært. Ein afleiðing þessa ástands er sú, að Islendingar eru nú mörgum þjóðum fáfróðari um önnur lönd, og fyllri af hleypidómum um aðrar þjóðir, svo sem m. a. blaðaskrif og umræður flestar um utanríkismál bera með sér. baö veitti sannarlega ekki af því að gefa hér út fullkomna landafræði. Ritsafnið Lönd og lýðir er spor í áttina og sum bindi þess i sjálfu sér vel skrifuð, t. d. bindin Danmörk og Suðurlönd. Bindið Jörðin er og þarfleg lesning. En það verður að segjast eins og er, að þetta ritsafn er frá upphaii með mjög misheppnuðu sniði og ber þess ljósan vott, að þar hafa landfræðingar ei verið hafði með í ráðum. bar er hrúgað saman allt of miklu af nöfnum og smáatriðum, lítið sem ekkert er af línuritum og skýringar- kortum, og ritsafnið á lítið skylt við nútíma landafræði. En nóg um þetta að sinni. í haust kom út í Englandi landfræðirit, þar sem landi voru er gert hærra undir höfði en vér eigum að venjast. betta rit fjallar um Norðurlönd, að Grænlandi og Spitsbergen meðtöldum, og er höfundur þess prófessor í landa- fræði við háskólann í Aberdeen. betta er mikið rit og mun verða notað sem kennslubók um landafræði Norðurlanda víða um heim. Hér skal ekki farið út í þá kafla ritsins, sem fjalla um hin Norðurlöndin, en þess þó getið, að höfundur er þessum löndum þaulkunnur af eigin raun, og ritið ber því glögg vitni. Um íslandskaflann er það að segja, að liöfundur lieíur auðsæilega mætur á voru landi og vill ekki, að þess lilutur sé fyrir borð borinn í bókinni. Sér- kaflinn um ísland er 29 bls., auk þess er margt um ísland sagt í þeim köflum, er íjalla um Norðurlönd í lieild. Eorsíðumynd bókarinnar er frá bingvöll- um. Höfundur dvaldist hér um skeið sumarið 1956, sem þátttakandi í Vík- ingaþinginu svonefnda, og hefur af ljósmyndunum að dæma dvalizt hér einn- ig sumarið 1938 og þá ferðast allvíða um landið. En O’Dell hefur þann sið sumra fræðimanna, að vilja helzt birta ljósmyndir, sem hann hefur sjálfur tekið, þó á öðrum og betri geti verið völ. íslandskaflinn virðist upprunalega vera skrifaður út frá fyrirstríðsþekkingu liöfundar á íslandi og hafa síðar verið betrumbættur eftir síðari dvöl höfundar hérlendis, en enn ber hann um of merki þess að vera ritaður af fyrirstríðsþekkingu höfundar. bess vegna er t. d. allt of lítið gert úr ílugsamgöngum íslendinga og samgöngum í lieild, svo og þýðingu heita vatnsins. Af sama toga mun, að Ljósifoss er talinn mesta aflstöð landsins og rætt er um vaxandi þýðingu minnkaeldis. Smávillur eru nokkrar, einkum jarðfræðilegs efnis, en óþarfi er að rekja þær hér. Örnefni eru yfirleitt réttar skrifuð en venja er í erlendum ritum, þótt finna megi villur (prentglöp er Tavnsskarð f. Vatnsskarð). Eitt kortanna, af útbreiðslu íslenzkra hrauna, er næsta fjarri réttu lagi. Svipuð kort hef ég raunar séð í fleiri erlendum bókum, og stafa skekkjurnar m. a. af því, að þessir fræðimenn byggja slík kort eingöngu á herforingjaráðskortunum, en þau sýna ekki sem liraun land, sem er algróið, þótt hraun sé undir. En þrátt fyrir annmarka er íslandskafli O’Dell í heild þannig, að við meg- um allvel við una. Hann er skrifaður af skilningi á landshögum og hlýhug til lands og þjóðar. 1 heild er The Scandinavian World hið merkasta rit. Sigurður Þórarinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.