Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
117
þessa dags var farið í fyrsta sinn í land á þessari eyju, sem um þetta
leyti hlaut nafnið Jófnir. Þeir, sem í land fóru, voru Vestmanna-
eyingarnir Páll Helgason (sá er fyrstur fór í land á Syrtlingi),
Hjálmar Guðnason, Hlöðver Pálsson og Ólafur Gránz. Þeir félagar
komust suður að gígkeilunni, en voru þar ausnir gjósku*), svo að
þeim þótti nóg um, en færðin þung á eynni, er hörfa þurfti undan
bomburegni.
23. maí. Meira öskugos í eynni en áður hafði sézt úr Flug-
turninum.
24. mai. Landganga á Jólni. Með í för Ósvaldur ICnudsen,
Hjálmar Bárðarson, Sigurður Þórarinsson, Jónas Arnason, Maj
Zetterling o. fl. Gengið að rótum gígkeilunnar syðst á eynni. Suður-
veggur, sem lokaði gígnum, var um 20 m hár (mynd 2 a), en norð-
urbarmur a. m. k. 50 m hár. Við rætur gígsins að austan og norð-
austan höfðu myndazt grunnir bjúgmyndaðir sigkatlar, svipað-
ir þeim, er mynduðust í Surtsey sem undanfari lónsins þar í
febrúar 1964. Bombur höfðu fallið víða á eynni, og voru þær
stærstu á sléttunni skammt NA af gígkeilunni um 80 sm í þvermál.
Gosið var að mestu sígos, ekki mjög kröftugt. Einstöku sinnum
sáust eldingar í gosmekkinum.
7. júní. Eyjan talin a. m. k. 50 m há. Allmikið gos.
2. júni. Mikið gos. Lón var að byrja að myndast í sigdældinni
við rætur gígkeilunnar að norðan.
6. juni. Eyjan talin um 60 m há.
14. júní. Eyjan mældist 28 ha að flatarmáli.
20. júni. Skarð inn í útvegg gígsins að vestan og smáspreng-
ingar þar, þegar hlé var á gosi inni í gígnum. Lón norðan undan
gígkeilunni, sem var að byrja að myndast 2. júní, orðið allstórt
(mynd 2 b).
22. júni. Gígurinn lokaður að sunnan af um 15 m háum vegg,
mesta hæð norðurbarmsins um 50 m. Gosið aðallega sígos, í 1—10
mín. löngum hryðjum (myndirnar I a, I b, II a), og stutt hlé
á milli. Mesta hæð á dökkum mökkum um 600 m.
*) Gjóska er nýyrði, srníðað af Vilmundi Jónssyni, fyrrv. landlækni. og er
samheiti á jreim föstu efnum, sem berast loftleiðina frá eldstöð í eklgosi, og
samsvarar |)ví erlenda samheitinu tefra. Eg hefi áður notað nýyrði Guðm.
Kjartanssonar, gosmöl, en gjóska er þjálla orð og fer betur í samsetningum