Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 40
144 NÁTTÚRUFRÆÐ1 NGU RI N N iðrakvefssýkla aí: ættkvíslinni Salmonella. Þessum flokki tilheyrir einnig blóðsóttarsýkillinn, Shigella dysent.eriae. Þá er og af þessum llokki tiltölulega meinlaus tegund, mjög algeng, sem nelnist Esch- erichia coli, það eru hinir svokölluðu ristilgerlar eða saurgerlar, og liafa þeir alveg sérstaka þýðingu í sambandi við heilbrigðislegt eftirlit með matvælum og vatni. Iðrasýklar berast auðveldlega með vatni og er leiðin þessi: Saur- indi manna eða blóðheitra dýra berast beint í vatnið, eða þau berast fyrst í jarðveginn og þaðan í vatnið. Með vatninu lierast sýklarnir, annað hvort beint ofan í manninn, ef hann drekkur vatnið, annað hvort viljandi við þorsta, eða óviljandi í baði eða sundlaug, eða þeir berast fyrst með vatninu í matvæli og með þeim niður í maga mannsins. Smitunin fer alltaf fram í gegnum munninn. Sýklarnir berast niður í þarmana, aukast þar og margfaldast og valda sýkingu, taugaveiki, iðrakvefi, blóðsótt o. s. frv. eftir því liver teg- undin er. Maður eða dýr, sem sýkist þannig, skilar frá sér ógrynnum af viðkomandi sýklum með saurnum. Og ekki nóg með það, heldur kemur það stundum lyrir að maðurinn eða dýrið skilar frá sér viðkomandi sýklum í saurnum í langan tíma eftir að sjúklingnum er batnað. Kallast slíkir einstaklingar smitberar og stafar af þeim mikil hætta. Það getur tekið iðrasýklana mjög langan tíma að berast frá sjúklingi í annan einstakling. Geta þeir lifað svo mán- uðum eða jafnvel svo árurn skiftir í jarðvegi og sorpi, og einnig í matvælum. En þeir geta líka komizt þessa leið á mjög stuttum tíma, t. d. frá óþvegnum höndum sjúklings eða smitbera beint í mat, sem verið er að framreiða. Iðrasýklarnir þola ekki suðu og ekki heldur gerilsneyðingu eða pastörliitun. Þeir finnast ]aví ekki í hitaveituvatni meðan það er heitara en 60—70 stig, en geta auðvitað lifað í því við lægri liitastig, ef þeir berast þá í vatnið. Þegar grunur leikur á, að vatn sé mengað iðrasýklum, s. s. í vatnsflóðum, eða þegar vatnsleiðslur rofna, þá er hyggilegast að sjóða vatnið áður en það er notað til drykkjar eða til meðhöndlunar á matvælum. Einn illræmdasti sýkillinn, sem fyrir kemur í vatni, er kóleru- sýkillinn, en hann er venjulega kenndur \ið Asíu, þar sem hann er algengastur. Þar sem sýkill þessi kernur ekki fyrir hér á landi, þurf- um við ekki að geta hans hér nánar. Nokkrir fleiri sýklar geta borizt með vatni, s. s. tegundir af Leptospira, sem t. d. orsaka Weils-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.