Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 41
NÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
145
sýki, og miltisbruna-sýkillinn Bacillus anthracis. Þar sem þessir sýkl-
ar eru tiltölulega sjaldgæfir, er þeim sleppt hér, svo að þeir ekki
dragi athyglina frá erkióvininum, sem eru iðrasýklarnir.
Það skiftir okkur miklu máli í viðureign okkar við gerlana að
þekkja hvers konar skilyrði lienta þeim vel og hver illa. Eins og
öðrum lífverum, þá er vatnið gerlunum nauðsynlegt til þess að geta
lifað. Á Jdví byggist það að hægt er að verja hluti rotnun með Jtví
að Jmrrka þá, s. s. kornvöru og skreið. Þar sem við erum hér fyrst
og fremst að tala um gerla í vatni, þá er sýnilegt, að við getum ekki
beitt þessu vopni gegn gerlunum á Jreim vettvangi.
Gerlarnir þarfnast næringar, eins og aðrar lifandi verur, en Jreir
komast af með mjög lítið af henni. Ekkert vatn í náttúrunni er
svo hreint, að ekki finnist Jrar örlítill vottur af næringarefnum,
magn sem er nógu mikið til Jness að gerlar geti lifað á Jrví. Það er
því ekki unnt að svelta gerlana í hel í vatninu, hversu vel sem
það er hreinsað, t. d. geta gerlar lifað í eimuðu vatni.
Það lífsskilyrði, sem gerlarnir eru mest háðir er hitastigið. Yfir-
leitt Jarífast flestir gerlar bezt við 20—37 °C, sýklar venjulega bezt
við 37°. Nokkrar tegundir vaxa þó bezt við 15—20° hita og þola
illa yfir 30°. Þær tegundir nefnum við kuldakærar (psychrofil).
Nokkrar aðrar tegundir þrífast bezt við 40—50°, en vaxa treglega
við 30—40°. Þær tegundir nefnurn við hitakærar (termofil).
Á okkar breiddargráðum er hitastig yfirborðsvatns oftast á milli
5 og 15° C, mismunandi eftir árstíðum. Það fer annars í kuldum
niður í frostmark, og svo miklu neðar sem ís, en í hiturn getur
það farið upp í 20°C. Af þessu er sýnilegt, að hin lágu hitastig
vatnsins hér um slóðir halda mjög í skefjum Jíeim gerlagróðri, sem
í því er að finna. Mikilvægt ráð til þess að geyma vatn, án þess
að það spillist af gerlum, er þess vegna að halda því köldu. Kæling
og frysting eru annars, eins og kunnugt er, algengustu rotvarnar-
aðgerðirnar við geymslu á matvælum.
Sólargeislarnir eru talsvert gerildrepandi og draga þeir því ofur-
lítið úr gerlagróðri í tæru yfirborðsvatni.
Víðast hvar hagar svo til á {Déttbýlum svæðum jarðarinnar, að
nothæft neyzluvatn fæst aðeins eftir að farið hefur fram á vatninu
meiri eða minni hreinsun, sem oft er talsvert kostnaðarsöm. Hreins-
un vatns er fólgin í Jjví að fjarlægja sem mest af efnislegum óhrein-
indum, þar á meðal einnig svo mikið af gerlum sem unnt er, en síðan