Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 79
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183 í Höfðagili, upp af bænum Höfða, vex hjartafífill Crepis paludosa í brekkum við kletta, en sóldögg í mýrarblettum. Ljósatvítönn vex í og við kirkjugarðinn að Felli í Sléttu- hlíð. Fellið ofan við bæinn er lágt og allvel gróið, einkum sjávar- megin. Þar eru gróskulegar brekkur, vaxnar lyngi og fjalldrapa. Litlar birkihríslur sjást á víð og dreif. Þarna er aðalbláberjaland mikið. Fellið mun fyrrum hafa verið skógi vaxið, eins og flest holt og ásar á þessum slóðum — og hélzt skóglendi lengur í Sléttuhlíð en víðast annars staðar í Skagafirði. Mun snjór hafa hlíft á vetrum. — Upp af Sléttuhlíð gengur Hrolleifsdalur, sem nú er óbyggður að kalla. Síðustu bæirnir inni á dalnum, Geirmundarhóll og Kráku- staðir munu hafa farið í eyði um 1940. Arnarstaðir og Bræðraá standa í dalsmynninu, sinn hvorum megin ár. Hrolleifsdalur er snjóþungur og vel gróinn. Einkum er hlíðin austanmegin gróður- rík, enda blasir hún við sól, og mun þar oft heitt á sumrin i brekk- unum. Og ekki skortir raka. Hlíðin er vafin lyngi og fjalldrapa. Mest ber á aðalbláberjalyngi, en mikið er líka um blá- berjalyng, krækilyng, beitilyng og fjalldrapa, sem sums staðar er hnéhár. Birkihríslur sjást á víð og dreif, þegar fjær dregur Arnar- stöðum — og stækka þegar inn í dalinn kemur. Þar mynda þær samfelldar runnabreiður allvíða, um I m háar, auðsjáanlega bæld- ar af snjóþyngslum. Gegnt Geirmundarhóli eru fagrar kjarrbrekkur og lundir 1—3 m á hæð. Birkihríslur vaxa hér og hvar um alla austurhlíð Hrolleifsdals og út fyrir ofan Skálá. Heitir þar Skógar- hlíð frá fornu fari. Hríslur finnast einnig í hólum ofan við Glæsi- bæ og í Höfðahólum og árgilinu ofan við Höfða og í Fellinu, eins og fyrr var nefnt. Nokkurt kjarr er líka í Hagafjalli, ofan við Ljótsstaði upp af Hofi á Höfðaströnd. Gömul örnefni bera vott um skóglendi víðar, t. d. Kappastaðaskógur austur af Kappastaða- vatni og Hofsskógur á berum holtunum norðaustur af Hofsósi. Lyngtegundir mynda aðallega undirgróðurinn í kjarrinu á Hrolleifsdal. Óvenju mikið af eini Jiuiiperus communis nana vex í hlíðinni austan ár í Hrolleifsdal. Myndar einirinn víða fagrar breiður og stóra brúska. Vaxa flestar hríslurnar lítið í hæðina, en breiðast út til allra hliða, sumar útyfir steina, sem sjálfsagt hitna verulega í sól- skini. Nokkrar einihríslur rétta talsvert úr sér, einkum ef þær ná
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.