Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 79
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
183
í Höfðagili, upp af bænum Höfða, vex hjartafífill Crepis
paludosa í brekkum við kletta, en sóldögg í mýrarblettum.
Ljósatvítönn vex í og við kirkjugarðinn að Felli í Sléttu-
hlíð. Fellið ofan við bæinn er lágt og allvel gróið, einkum sjávar-
megin. Þar eru gróskulegar brekkur, vaxnar lyngi og fjalldrapa.
Litlar birkihríslur sjást á víð og dreif. Þarna er aðalbláberjaland
mikið.
Fellið mun fyrrum hafa verið skógi vaxið, eins og flest holt og
ásar á þessum slóðum — og hélzt skóglendi lengur í Sléttuhlíð en
víðast annars staðar í Skagafirði. Mun snjór hafa hlíft á vetrum. —
Upp af Sléttuhlíð gengur Hrolleifsdalur, sem nú er óbyggður að
kalla. Síðustu bæirnir inni á dalnum, Geirmundarhóll og Kráku-
staðir munu hafa farið í eyði um 1940. Arnarstaðir og Bræðraá
standa í dalsmynninu, sinn hvorum megin ár. Hrolleifsdalur er
snjóþungur og vel gróinn. Einkum er hlíðin austanmegin gróður-
rík, enda blasir hún við sól, og mun þar oft heitt á sumrin i brekk-
unum. Og ekki skortir raka. Hlíðin er vafin lyngi og fjalldrapa.
Mest ber á aðalbláberjalyngi, en mikið er líka um blá-
berjalyng, krækilyng, beitilyng og fjalldrapa, sem sums staðar er
hnéhár. Birkihríslur sjást á víð og dreif, þegar fjær dregur Arnar-
stöðum — og stækka þegar inn í dalinn kemur. Þar mynda þær
samfelldar runnabreiður allvíða, um I m háar, auðsjáanlega bæld-
ar af snjóþyngslum. Gegnt Geirmundarhóli eru fagrar kjarrbrekkur
og lundir 1—3 m á hæð. Birkihríslur vaxa hér og hvar um alla
austurhlíð Hrolleifsdals og út fyrir ofan Skálá. Heitir þar Skógar-
hlíð frá fornu fari. Hríslur finnast einnig í hólum ofan við Glæsi-
bæ og í Höfðahólum og árgilinu ofan við Höfða og í Fellinu, eins
og fyrr var nefnt. Nokkurt kjarr er líka í Hagafjalli, ofan við
Ljótsstaði upp af Hofi á Höfðaströnd. Gömul örnefni bera vott
um skóglendi víðar, t. d. Kappastaðaskógur austur af Kappastaða-
vatni og Hofsskógur á berum holtunum norðaustur af Hofsósi.
Lyngtegundir mynda aðallega undirgróðurinn í kjarrinu á
Hrolleifsdal.
Óvenju mikið af eini Jiuiiperus communis nana vex í hlíðinni
austan ár í Hrolleifsdal. Myndar einirinn víða fagrar breiður og stóra
brúska. Vaxa flestar hríslurnar lítið í hæðina, en breiðast út til
allra hliða, sumar útyfir steina, sem sjálfsagt hitna verulega í sól-
skini. Nokkrar einihríslur rétta talsvert úr sér, einkum ef þær ná