Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 84
188
N ÁT T Ú R U FRÆÐINGURINN
ára. Er því augljóst, að aldursákvarðanir, sem styðjast við plöntu-
leifar, geta enn sem komið er, ekki greint milli fyrri og síðari hluta
tertíers hér á landi. Slíkt ástand er mjög óviðunandi, og var því
horfið að ísótópa- eða samsætugreiningu til nákvæmari aldurs-
ákvarðana.
Hér eru birtar niðurstöður kalíum-argon-aldursákvarðana á
nokkrum elztu hraunlögum tertíeru blágrýtismyndunarinnar á ís-
landi. Sýnishornin, sem aklursákvörðuð voru, eru frá Austfjörðum,
Vesturlandi og Vestfjörðum. Jarðfræði Austurlands er allvel þekkt,
og er ]rað einkum að þakka rannsóknum brezka jarðfræðingsins G.
P. L. Walker, sem hefur sýnt fram á, að neðstu og elztu hraunlögin
í blágrýtismynduninni þar eystra eru í Gerpi, í svonefndri Gerpis-
Barðsnes-jarðlagasyrpu, á austasta odda Islands. Alls mun basalthlað-
inn austanlands vera um 10.000 m þykkur, mælt frá Gerpi og inn
á Jökuldal, en jarðlagahallinn er þar 5—10° til vesturs.
Enn er jarðfræði Vesturlands, og þá einkum Vestfjarða, lítt kunn
og mun vera allmiklu flóknari en hin tiltölulega reglulega og
einfalda jarðlagaskipan blágrýtismyndunarinnar á Austfjörðum.
Halli er breytilegur vestan lands, en allt bendir til þess, að elzta
bergið sé að finna á norðvesturjaðri basalthlaðans, þ. e. við utan-
vert Isafjarðardjúp. Fornt berg er og í grennd við Borgarnes.
Kalíum-argon-aldursgreiningar byggjast á ummyndun samsæt-
unnar (ísótópsins) kalíum-40 í lofttegundina argon-40. Talað
er um mismunandi samsætur eða ísótópa af frumefni, þegar fjöldi
neutrónanna innan atóma sama frumefnis er breytilegur, og telst
þá hvert atómafbrigði frumefnisins til einnar samsætutegundar.
Kalíum-40 er geislavirk samsæta og finnst í öllu storkubergi í
litlu magni. f íslenzkum hraunum eru frá 0,1 til 4% af kalíum.
Með tilraunum hefur myndunarhraði argons-40 úr geislavirku
kalíum verið fundinn með mikilli nákvæmni, og getum við því ein-
faldlega með mælingu magns þessara tveggja sanrsæta, ákvarðað
fyrir hve löngum tíma hraunið breyttist úr fljótandi kviku í
storkið berg.
Ýmsir þættir ráða vali heppilegra sýnishorna til K-Ar-aldurs-
greiningar. Mikilvægast af öllu er þó, að Irergið sé ferskt, þ. e. jarð-
hiti hafi ekki ummyndað það og valdið efnaskiptum milli heits
jarðvatns og bergs. Oft brjótast og gangar og minniháttar innskots-
lög af bráðinni kviku inn í basalthlaðann og hita upp eða baka