Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 5
Náttúrufr. - 39. nrgangur - 3.-4. hefti - 129.—264. síða - Reykjavík, febrúar 1970
Jón Eyþórsson
27. janúar 1895 — 6. marz 1968
Það er víðsýnt á Þingeyrum. í næsta nágrenni er láglent, og langt
er yfir Hóp til Vatnsnessfjalla og Síðu. Til norðurs er Húnaflóinn
og Skagastrandarfjöll, en til austurs og suðurs skiptast á fjöll og
frjósamir dalir — þeirra meðal Víðidalsfjall og Vatnsdalur. Slík sýn
vekur útþrá, löngun til að kanna bæði það, sem að heiman sést og
er fjöllum hulið og hafi. En á staðnum sjálfum minna kirkja, sögur
og örnefni á forna frægð. Frá slíkum stað er gott heiman að leggja,
og gott heim að koma.
Jón Pjetur Eyþórsson fæddist að Þingeyrum 27. janúar 1895.
Foreldrar lians voru hjónin Eyþór Benediktsson bóndi og kona
hans Björg Jósefína Sigurðardóttir. Þegar Jón var á öðru ári flutti
fjölskyldan að Hamri í Ásum, og þar bjó faðir hans lengi síðan.
Þar fæddust systkini lians, Benedikt, Hólmfríður Guðrún, Jónína
Jórunn, Margrét Sigríður og Björg Karitas, en hálfbróðir þeirra,
tæpum áratug eldri en jón, er Sigurður Nordal prófessor.
Jón hefir að sjálfsögðu tekið frá barnæsku þátt í öllum sveita-
störfum, eins og þau gerðust á Jreim tíma. Bar snemma á ötulleik
hans við vinnu, en einnig var hann snemma bókhneigður og nám-
fús, j>að má vel marka af húsvitjunarbókum sóknarprestsins. I
Húnavatnssýslum hefir löngum jaótt sjálfsagt að slíkir menn kæm-
ust til mennta, enda fór Jón ungur að aldri í Gagnfræðaskólann
á Akureyri, jraðan í Menntaskólann og stúdentspróf tók hann 1917.
Síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar, og byrjaði Jón þar nám í
verkfræði. En líklegt er, að hann hafi gert jrað til að afla sér jrekk-
ingar í undirstöðugreinum veðurfræðinnar, stærðfræði og eðlis-
fræði, því eftir árið segir hann skilið við verkfræðina, en hefur
nám í náttúrufræði. Má og vera, að honum hafi fljótlega fallið
betur þær greinar, jrar sem þekkingar á náttúrufræði er leitað, en
hinar, sem eingöngu hagnýta hana. Og veðurfræði hefir honum
9