Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 64
182
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
öllu heldur brotlínur og misgengi séu austan undir Fögrufjöllum
og stjórni stefnu Skaftár að verulegu feyti á þessu svæði.
Fögrufjöll sjálf eru móbergshryggur, vafalítið myndaður við
sprungugos undir jökli og eru líklega mjög ung myndun. Eg hef
áður að því vikið, að framhald Eldgjár-sprungunnar muni vera að
finna einnig austan Skaftár (Jónsson 1954). Virðist nú fengin stað-
festing á því (Kjartansson 1962).
Líklegt virðist mér, að Skaftá renni þar við vesturhliðina á breið-
um sigdal, en austurmörk hans myndi línu unr Blæng—Varmár-
fell—Galta og hæðadrög þar vestur af. Sprungur liggja um Blæng
vestanverðan og líklega eru þar misgengi nokkur, þó ekki sé það
ennþá nægilega vel athugað. Laki sjálfur er brotinn um jrvert af
sprungum, sem stefna eins og gígaröðin, frá norðaustri til suð-
vesturs.
Gígaröðin, sem gaus 1783, er í sigdal, og hefur þar sigið bæði
áður en gosið varð 1783 og síðar. Það er atliyglisvert, að sprung-
unum suðaustanmegin í Laka hallar móti suðaustri um nálægt 87°
(1. mynd). Eldborgarraðirnar, eins og venja er hér um sveitir að
nefna gígaröðina miklu, sem síðast gaus 1793, eru í sigdal, sem á
skerinu næst vestan við Laka er unr 200 m breiður. Þarna er því
um að ræða sigdal í öðrum stærri og eldri sigdal. Flliðstætt dæmi
eru Bláskógar milli Almannagjár og Hrafnagjár. Tæpast er rétt-
nefni að tala um sprunguna, sem Eldborgaraðirnar eru á, í eintölu.
Fremur virðist vera um mjótt sprungubelti að ræða, senr gosið hef-
ur á. I-Iafa gígir myndazt ýmist til hægri eða vinstri á því sprungu-
belti. Sums staðar eru jafnvel tvær gígaraðir hlið við hlið, t. d.
norðaustur af Laka. Ekki sýnist mér ástæða til að efast um að áður
hafi gosið á þessu sama sprungubelti, og önnur eklri gígaröð er
lítið eitt norðvestur af Laka, og sjást nokkrir gíganna ennþá upp
úr hrauninu frá 1783. Áframhald þeirrar gígaraðar er e. t. v. lítil
gígaröð sunnan megin við Lambavatn, en hana fann ég fyrst sum-
arið 1968, nánar tiltekið hinn 26. júlí, og legg ég til, að þeir verði
nefndir Lambavatnsgígir. Er þeim nánar lýst annars staðar. Austur
af þeim virðíst vera misgengi með stefnu eins og Eldborgaraðir.
í dalnum milli Fögrufjalla og Blængs—Varmárfells—Galta hafa
því jarðeldar leikið lausum hala eftir að ísa leysti af svæðinu. Hvað
oft þar hefur gosið á þeim árþúsundum vitum við ekki, en líklegt