Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 6
130
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
snemma verið hugstæð, því að í janúar 1919 sendir hann Skírni
grein um „Veðurfræðistöð á íslandi", þar sem gerð er grein fyrir
þekkingu manna í veðurfræði um þær mundir, lýst starfsemi dönsku
veðurstofunnar og bent á, hvert gagn geti orðið að starfi samsvar-
andi stofnunar á íslandi. En líklega hafa honum borizt fréttir um
svipað leyti, er ollu því, að hann sneri baki við Kaupmannahöfn,
í Bergen hafði fáum árum fyrr hafizt einn merkilegasti og sér-
kennilegasti kaflinn í sögu veðurfræðinnar. Maður er nefndur Vil-
helm Bjerknes, prófessor í eðlisfræði við Oslóarháskóla. Hann hafði
um allmörg ár fengizt við ýmis vandamál vökvaaflfræðinnar, og
kornizt á þá skoðun, að gerlegt væri að segja fyrir um veður fram
í tímann, með því að nota lögmál aflfræðinnar. Og Bjerknes gerði
meira, hann benti einnig á, hvaða kennisetningar ætti að nota,
hvernig ætti að beita þeim, og hvaða stærðfræðibúning jryrfti að
veita þeim til að gera þær nothæfar. Fræði sín hafði Bjerknes kynnt
mönnum víða um lönd, einnig vestanhafs, og orðið vel þekktur
fyrir. Árið 1913 bauðst honiun mjög góð fræðimannsstaða í Leipzig,
og flutti hann þangað ásamt tveimur ungum aðstoðarmönnum sín-
um norskum, sem síðar urðu þekktir vísindamenn. Vísindastofnun-
in í Leipzig fór mjög vel af stað undir stjórn Bjerknes, en stríðið
varð henni ofurefli. Hún veslaðist npp, og árið 1917 hvarf Bjerk-
nes heim til Noregs aftur, ekki til síns fyrra starfs í Osló, heldur
að nýstofnuðu prófessorsembætti í Bergen. Vera má, að hinum
fræga manni hafi fundizt hann vera korninn í hálfgerða útlegð í
heimalandi sínu, en hafi svo verið, lét hann jrað ekki á sig fá,
heldur tók ótrauður til starfa. Auk kennarastarfanna skipulagði
hann veðurþjónustu fyrir Vestur-Noreg, og fjölgaði veðurstöðvum
þar að miklum mun. Hér fékk hann og samstarfsmenn hans tæki-
færi til að prófa kenningar sínar gamlar og nýjar, reyna við aðstæð-
ur veruleikans, hvaða gagn þær gátu gert alþjóð. Árangurinn varð
slíkur, að stofnunin varð víðfræg á fáum árum, og til hennar
streymdu veðurfræðingar víðs vegar að, bæði velþekktir fræðimenn,
sem vildu kynna sér hinar nýju aðferðir, en Jdó ekki síður ungir
menn og ójtekktir, sem fundu, að þarna var eitthvað nýtt á ferð-
inni, og vildu bæði læra hið nýja og taka Jrátt í framförunum. Og
enginn mun hafa farið þangað erindisleysu, rneðal stúdenta frá
Bergen á þessum árum er að finna flesta Jtá menn, sem fremst hafa
staðið á sviði veðurfræðinnar á áratugunum frá 1920 til 1950.