Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
153
Mynd V a er smásjármynd a£ gegnumlýstri þunnsneið úr berg-
molanum á rnynd IV b. Sjást þar bæði kristallar (feldspat) og dökkt
og Ijóst gler, sem sveigist um kristallana á dæmigerðan hátt, en
ekki ber þarna á þeirri afglerjun, sem oft einkennir flikruberg.
Flatarmál og rúmmdl
Ekki er hægt, að svo komnu máli, að gera sér nokkra nákvæma
grein fyrir útbreiðslu og rnagni Þórsmerkurignimbrítsins. Fundar-
staðir hingað til, öruggir sem líklegir, eru sýndir á 6. mynd. Þrí-
hyrna sú, sem á þeirri mynd takmarkast af neðri kanti kortsins og
þeim tveirn línum beinum, sem ganga út frá Tindfjallajökli, er um
80 km2. Á 4—5 km breiðu svæði, frá Tröllabúðum og eitthvað
austur fyrir Enda, er ignimbrítlagið hér og þar 20—30 m þykkt,
það sem til sést. Hversu langt það nær niður fyrir yfirborð Krossár-
aura á þessu svæði hefur hvergi verið kannað, en víst er, að það
muni skipta mörgurn metrum og e. t. v. tugum metra. Ætla má, að
lagið þykkni, eða hafi svo gert upphaflega, í átt til Tindfjallajökuls.
Sé gert ráð fyrir, að meðalþykkt lagsins innan áðurnefndrar þrí-
hyrnu hafi upprunalega verið 20—25 metrar, sem ekki virðist of-
ætlað, samsvarar |>að 1.5—2.0 km3 rúmmáli. Vafalaust hefur lagið
teygt sig alllangt suður fyrir þessa þríhyrnu og líkast til nokkuð
austur og vestur fyrir hana. Myndi ég því áætla upprunalegt heildar-
rúmmál ignimbrítlagsins 2—3 krn3, en vitanlega er hér um lauslega
ágizkun að ræða. Meðal eðlisþyngd má áætla um 2. Samsvara þá
2—3 km3 af ignimbríti 1.5—2.2 krn3 af jréttu líparítbergi. Er þá hér
um að ræða gos, sem um gjóskumagn er 3—4 sinnum rneira en
Heklugosið 1104 og Öskjugosið 1875, en líklega eitthvað álíka og
Öræfajökulsgosið 1362 og rnestu forsögulegu Heklugosin, jrau er
mynduðu H3 (2800 ára) og H4 (4000 ára). Gosið er af sömu stærðar-
gráðu og tertíeru ignimbrítgosin á Austurlandi.
A Idur
Bandaríski vísindamaðurinn R. Doell mældi segulstefnu í ignim-
brítinu í Þórsmörk sumarið 1964. Reyndist hún ,,rétt“ og er bergið
því yngra en 700 Jdús. ára. Um aldur Jress má fara einlrverju nær
með hliðsjón af landmótunarsögu Þórsmerkur og nágrennis. Yfir-
borð Stakkholtsins er greinilega botn dals, sem er jökulsorfinn í