Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
137
Hinn flokkurinn er líklega nokkru fyrirferðarmeiri, en eftir-
tektarvert er, hve Jón hefir þar valið verk sín af mikilli vandvirkni.
Flest ritin í honum eru verk, sem almenningur átti ekki greiðan
aðgang að, vegna þess, að þau voru uppseld, á erlendum málurn
eða jafnvel ennþá í handriti. Þau fjalla yfirleitt um náttúrufræði
og ferðalög, oftast um íslenzk efni eða kannanir heimskautalanda.
Þessar bækur urðu almenningseign fyrir atbeina Jóns og annara
merkra manna. Sumar þeirra mörkuðu tímamót í íslenzkri náttúru-
sögu, er Jtær komu fyrst út, aðrar voru ekki eins áhrifamiklar,
en merkar þó. Hann fór um þær höndunr af þeirri nærfærni, sem
einkenndi rit lians sjálfs og meðferð hans á íslenzkri tungu. í flokki
þessara bóka má nefna Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens, Ferðabók
Sveins Pálssonar, er hann bjó til prentunar og þýddi að miklu leyti
ásamt Pálma Hannessyni og Steindóri Steindórssyni, safnrit þeirra
Pálma: „Hrakningar og heiðavegir“, ferðasaga William Lord Watts,
„Norður yfir Vatnajökul“, og fleiri.
En Jóni var vel ljóst, að útgáfu fornra náttúrufræðirita var síður
en svo lokið, enn liggja í lítt aðgengilegum handritum veðurbæk-
ur frá átjándu öld, eftir láevog, Svein Pálsson og fleiri, og á þetta
benti Jón í nokkrum greinum í Veðrinu. Að vísu eiga Jressi rit
lítið erindi til almennings í frummynd sinni. En þau gætu þó
varpað nokkru ljósi á veðurfarsbreytingar síðustu alda, ef úr Jreim
er unnið á vísindalegan hátt. Fyrsta skrefið til að svo megi verða
er Jró að prenta þau, og vanda vel undirbúning Jress verks.1)
Vísindaritgerðir Jóns voru margar og merkar, eins og áður er
getið. En þær koma þeim á óvart, er búast við slíkum ritum á
þunglamalegu máli, vel krydduðu með stærðfræðilíkingum. Að vísu
skirrist Jón ekki við að nota Jrær, ef rík ástæða er til. En Jrær eru
þó fáar og einfaldar, en málfar hans ljóst og lilandi. Og jafnan tekst
honum bezt til, þegar hann lýsir náttúrunni með orðum, Jregar
náttúruunnandinn fremur en vísindamaðurinn stjórnar pennanum
og hefir óbundnar hendur til að lýsa því, sem fyrir augu ber, sýna
lesandanum Jrau öfl, er að baki náttúruatburðanna liggja. Þá veitt-
ist honum létt að skýra rás atburðanna í ljósu, tæru, þróttmiklu
máli.
1) Ritaskrá Jóns Eyþórssonar birtist í tímaritinu „Jökli" íyrir árið 1968,
sem er nýkoinið út, og skal lesendum Náttúrufræðingsins bent á Jiað. Viðbót
við ritaskrá Jiessa mun birtast í „Jökli" fyrir árið 1970. Ritstj.