Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 138
256
NÁTTÚ RU FRÆÐ INGURINN
virðist mér hann bera svipmót jökulrofs. Annars er það svo, að
Hatta er sá staður, sem ég þyrði sízt að fullyrða, að jökull hefði
gengið yfir á síðasta jökulskeiði af þeinr stöðum í Mýrdal, senr ég
hef athugað út frá því sjónarmiði.
Háfell er svo að segja á suðausturhorni fjalllendis þess, er myndar
Höfðabrekkuheiði. Að austanverðu eru í því hamraflug nrikil, en
annars staðar eru lilíðar aflíðandi. Hæð Háfells er mest 294 m y. s.,
og er það nær eingöngu gert úr móbergi. Ekki eru mikil líkindi
til að finna á því glöggar jökulrispur, enda hefur mér ekki tekizt
það, þar sem ég hef farið um það. Þar sem sést til bergs í því ofan-
verðu fyrir gróðurjarðvegi og lausagrjóti, ber það óræk merki jökul-
svörfunar, enda bendir öll lögun fjallsins ofan við hamravegginn
að austan til þess að jökull hafi skriðið suður af því. Sama máli
gegnir um Höfðabrekkuháls, sem er suðvestur af fellinu. Hæð hans
er 252 m y. s., en lægðin milli þeirra er um 140 m y. s.
Vestan á hálsinum suður á bjargbrúninni í um 120 m y. s. eru
einu skýru jökulrispurnar, sem ég hef fundið á móbergi hér í Mýr-
dal. Þá má og benda á það sem sönnun þess að jökull hali skriðið
suður af Háfelli, að efsti lrluti fjallsins er úr lagskiptu móbergi
og lögin mest rofin þar sem fjallinu Itallar til norðurs, en sam-
kvæmt ríkjandi venju um veðrunarrof fjalla í Mýrdal ætti það að
vera mest roiið mót austri, ef uin veðrunarrof væri að gera.
Samkvæmt framansögðu tel ég öruggt, að því megi slá föstu að
fellið hafi á síðasta jökulskeiði allt verið jökli hulið.
Hjörleifshöfði er einstætt fjall sunnan til á Mýrdalssandi, hömr-
um girtur á þrjá vegu og rösklega það, aðeins hluti af höfðanum
að vestan er með brekkuhalla og er Jrar víðast allþykkur jarðvegur
og grasi vaxið til hæstu brúna.
Nokkuð fram yfir landnám mun höfðinn hafa skagað í sjó fram,
en Kötluhlaup hafa smátt og smátt fært ströndina til suðurs, svo
að nú stendur höfðinn um 4 km frá sjó. Aðalefnið í höfðanum er
lagskipt móberg, þó er nokkuð af basalti í brúnum hans norðan
við miðju. Mesta hæð höfðans er 221 m y. s. Á vesturbrún hans í
175 m hæð er hamrabelti úr basalti, og fann ég þar á einum stað
mjög glöggar jökulrispur, sem stefna frá norðri til suðurs. Þetta
virðist mér næg sönnun fyrir því, að jökull liafi skriðið suður af
öllum höfðanum.
Eins og ég gat um í upphafi staðalýsinga, taldi ég þessa átta