Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 84
202
NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN
ina í sundur. Sá hnúkur er brattur mjög á allar hliðar og sums
staðar hömrum girtur, einkum þó að norðaustan. Sprungur liggja
að honurn endilöngum, en ekki áberandi þó. Sennilega er lmúkur
þessi eldfjall frá jökultíma.
Af norðausturhorni hans er hið bezta útsýni yfir austurgígina í
Rauðhólaröðinni. Það eru geysimikil eldvörp og er svo að sjá sem
meginhraunstraumarnir, sem fallið hafa um dalinn milli Bratta-
háls og Kálfafellsheiða, séu úr þessum gígum komnir (10. mynd).
Næstaustasti gígurinn er þeirra mestur, sporöskjulagaður og tvö-
faldur. Hefur hrauntjörn verið í honum á lokaþætti gossins, og að
endingu hefur hraunið sigið niður í gosopið, svo eftir verður niður-
fall nokkurra metra djúpt. Á vegg þess hefur veðrunin gert hinar
furðulegustu kynjamyndir. Hraun hefur aðallega runnið úr þess-
um gíg suðaustanmegin. Austasti gígurinn er nokkru minni og
hefur verið opinn á þeim stað, er að jöklinum snýr, og líklega hafa
frá honum legið hrauntraðir miklar. Báðir hafa þessir gígir án efa
aðallega gosið hrauni. Hrauntraðirnar eru nú að mestu fylltar sandi
og sandur hylur nú botn austasta gígsins. Mjög eru hraunin á þess-
um slóðum nú orðin sandorpin og ekki sér í hraun neins staðar
við jökulinn norðaustur af gígaröðinni. Jökullinn hefur, þegar
hann náði lengst fram, lagzt fast að gígunum og er jaðarurð frá
honum hátt uppi í þeim. Ekki hefur hann þó orkað með að af'laga
þá neitt. Eins og áður er drepið á er önnur gígaröð samhliða þess-
ari rétt við syðsta misgengið. Hygg ég það raunveruleg eldvörp,
því við einn þeirra vottar fyrir hrauntröðum.
Brunná kemur undan jöklinum allaustarlega og fellur svo suð-
vestur um hraun og sanda. Milli Rauðhóla og Brattaháls annars
vegar og Kálfafellsfjallsenda og Núpafjallsenda hins vegar er nær
óslitin hraunbreiða að fráteknum allstórum hólma, sem virðist úr
grágrýti.
Nær þessi hraunbreiða alla leið austur að Gæsabringum og inn
með jöklinum að austan. Þaðan hefur svo hraun fallið niður Djúp-
árdal og er það sama hraun, sem niðri í byggð gengur undir nafn-
inu Rauðabergshraun.
Það hefur fallið eftir gljúfri Djúpár og breiðzt út um láglend-
ið fyrir neðan og sameinazt Jrar hrauni, sem runnið hefur frá
Rauðhólum niður milli Dalfjalls og Kotafjalls. Hraun Jtetta hefur
runnið inn í livern krók og kima þar neðra, inn í hvamma austan